Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 08:55

Japanska PGA: Luke Donald í 1. sæti þegar Phoenix Dunlop er hálfnað

Nr. 3 á heimslistanum Luke Donald tekur þátt í Phoenix Dunlop mótinu í Phoenix Country Club í Miyazaki, Japan og er þetta í fyrsta sinn í 5 ár sem hann spilar á japanska  PGA þ.e. hann hefir ekki tekið þátt í japönsku móti frá árinu 2007.

Donald er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað.  Hann var á 6 undir pari, 65 höggum í gær og bætti um betur í dag spilaði á 7 undir pari 64 höggum og er því samtals á 13 undir pari, 129 höggum (65 64).

Luke hefir 2 högga forystu á „heimamennina“ Shunsuke Sonoda og Hiroyuki Fujita.

Meðal þeirra sem við þekkjum af  bandarísku PGA Tour og Evrópumótaröðinni og þátt taka í mótinu eru Ryo Ishikawa, sem búinn er að spila á samtals 2 undir pari (73 67) og T-19, Gonzalo Fdez-Castaño, sem er á 1 undir pari (70 71) og T-25, Sang-Moon Bae á samtals 2 yfir pari (73 71)  og T-50 og Thorbjörn Olesen, sem er á samtals 4 yfir pari (72 74), T-57 og rétt slapp í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna á Phoenix Dunlop mótinu SMELLIÐ HÉR: