Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 10:00

Adam Scott sigraði á Talisker Open

Það var Adam Scott sem sigraði á Talisker Australian Open og er það eflaust örlítil sárabót eftir að hafa glutrað niður sigurmöguleikanum á The Open s.l. sumar. Sigurskor Scott, var 17 undir pari, samtals 271 högg (67 70 67 67).  Hann var á 67 höggum lokahringinn meðan helsti keppinautur hans Ian Poulter, sem leiddi fyrir lokahringinn spilaði á sléttu pari, 72 höggum og fékk m.a. 3 slæma skolla á seinni 9, sem gerðu út um leikinn. Ian Poulter var 4 höggum á eftir Scott í 2. sæti á samtals 275 höggum (67 72 64 72), sem hljóta að vera gríðarleg vonbrigði eftir glæsihringinn upp á 64 högg í gær. Hann sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 09:30

Japanska PGA: Luke Donald sigraði á Phoenix Dunlop mótinu

 Nr. 3 á heimslistanum Luke Donald sigraði á Phoenix Dunlop mótinu í Phoenix Country Club í Miyazaki, Japan en þetta er í fyrsta sinn í 5 ár sem hann spilar á japanska  PGA þ.e. hann hefir ekki tekið þátt í japönsku móti frá árinu 2007. Luke lék á samtals 16 undir pari 268 höggum (65 64 71 68) og átti 5 högg á næsta mann Hideki Matsuyama frá Japan, sem var á samtals 11 undir pari, 273 höggum (70 69 67 69). Fyrir sigurinn fékk Luke 40 milljónir yen (rúmlega 60 milljónir íslenskra króna). Spánverjinn Alvaro Quiros spilaði á samtals 8 undir pari varð  T-6  og landi hans Gonzalo Fdez-Castaño, var á 6 undir pari (70 71 70 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 09:00

Sólskinstúrinn: Stenson enn í forystu eftir 3. hring á SA Open Championship

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er enn í forystu eftir 3. hring SA Open Championship þrátt fyrir harða atlögu að 1. sætinu frá George Coetzee, frá Suður-Afríku, sem átti glæsihring upp á 63 högg í gær. Stenson er samtals búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (66 65 69). Eftir hringinn sagði Stenson, sér mjög vel meðvitaður um glæsihring Coetzee: „Ég er enn í sömu stöðu jafnvel þó George (Coetzee) og Magnus (A. Carlson) séu að blása niður í hálsmálið á mér. Ég er enn í góðu formi fyrir lokahringinn.“ Coetzee og Svíinn Magnus A Carlson eru í 2. sæti, 3 höggum á eftir Stenson á 13 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 08:30

LPGA: Na Yeon Choi í forystu fyrir lokahring CME Group Titleholders

Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu leiðir þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn á lokamóti LPGA mótaraðarinnar, CME Group Titleholders nú í kvöld. NY Choi er búin að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 68 69). Á 3. hring sínum á arnarvellinum í Twin Eagles Club í Naples, Flórída fékk Choi 4 fugla og 1 skolla.  Þrátt fyrir þrípútt á 3. holu sem lauk í skolla tókst Choi að varna fleiri mistökum og sökkti m.a. 5 metra fuglapútti á par-3 17. brautinni til þess að ná ein forystunni. Það er sérstakur hvati þessa vikuna fyrir NY Choi að standa sig vel og helst ná 1. sætinu á Titleholders Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis valin kylfingur ársins

Bandaríska stúlkan Stacy Lewis var valin Rolex kylfingur ársins og varð þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að hljóta titilinn í næstum 2 áratugi. Frægðarhallar og LPGA-kylfingurinn Beth Daniel er síðust Bandaríkjamanna til að vinna titilinn árið 1994 og var við athöfnina í The Ritz Carlton Golf Resort í Naples, Flórída, til þess að aðstoða við verðlaunaafhendinguna. „Þegar ég hugsa tilbaka fyrir 10 árum man ég eftir að ég sat á skrifstofu læknisins og hann sagði mér að ég yrði að fara í skurðaðgerð vegna baksins á mér,“ sagði Lewis m.a. þegar henni voru afhent verðlaunin. „Það var á þeim tíma, sem ég hélt að ég myndi aldrei spila golf aftur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 20:30

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1  Eldri kylfingarnir eru í púttkeppni á elliheimilinu.  Þeim er tilkynnt að það komi dávaldur í matsalinn og allir eigi að mæta til þess að sjá hann sýna kúnstir sinar. Önugir leggja þeir pútterana sína frá sér og flýta sér á sal.  Þar er dávaldurinn kominn og heldur á forláta gömlu úri sem er í enn eldri keðju og hann segist ætla að dáleiða alla í salnum. Úrið pendúlast og sveiflast fram og tilbaka í keðjunni og allir horfa dáleiddir á… en allt í einu gefur keðjan sig og úrið fellur með miklum látum í gólfið!!!  Dávaldinum bregður svo mikið að hann hrópar upp yfir sig: „SHIT!!!“ Það tók Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Joyce Wethered – 17. nóvember 2012

Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory  fæddist 17. nóvember 1901 í Surrey á Englandi og dó í London 1 degi eftir 96 afmælisdag sinn, 1997 í London.  Hún er álitin einn besti kvenkylfingur sem Englendingar hafa átt. Í dag hefði Joyce átt 111 ára afmæli. Joyce Wethered Joyce og bróðir hennar Roger, en Roger var T-1 á Opna breska 1921 (hann tapaði síðan í bráðabana), lærðu að spila golf sem smábörn. Joyce vann Britsh Ladies Amateur Golf Championship 4 sinnum (1922, 1924, 1925, and 1929) og var enskur meisari kvenna 5 ár í röð (1920–24). Systkinin Roger og Joyce Wethered lærðu að spila golf sem krakkar. Joyce giftist Sir John Heathcoat-Amory árið 1924 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 14:45

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 2 af 10)

Margir golfsérfræðingar segja að á 16. brautin á Cypress Point, Pebble Beach sé besta golfhola heims. Punktur. Og þar af leiðandi er hún örugglega ein besta par-3 braut heims. Alister MacKenzie, sem hannaði völlinn 1928, fékk þetta ótrúlega umhverfi að vinna með og það gaf honum ósanngjarnt forskot umfram aðra golfvallarhönnuði. Eftir að þessi er spiluð eigið þið svo sannarlega golfsögu, sem endist að eilífu. Til þess að sjá ágætis myndskeið af 16. holunni sem tekið var af áhugakylfingum sem spiluðu Cypress Point SMELLIÐ HÉR:  Til þess að ná frá teig að flöt  yfir Kyrrahafið þarf 231 yarda (211 metra) högg. Þess mætti geta að Cypress Point Club á Pebble Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 12:30

Ian Poulter í efsta sæti fyrir lokahring Talisker Open í Ástralíu – Adam Scott í 2. sæti

Það er Ryder Cup hetja evrópska liðsins 2012, Ian Poulter sem leiðir á Kingston Heath golfvellinum í Melbourne, Ástralíu, á Talisker Australian Open, fyrir lokahring mótsins. Poulter lék á 64 glæsihöggum í dag, fékk  9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Samtals er hann búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (67 72 64). Í 2. sæti á hæla Poulter, aðeins 1 höggi á eftir er ástralski kylfingurinn Adam Scott, á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 70 67). Forystumaður fyrstu 2 daganna, Ástralinn Matthew Guyatt er dottinn niður í 3. sætið er á samtals 7 undir pari, 209 höggum (65 69 75) og er því alls 6 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 09:30

Evróputúrinn: Campbell og Jiménez í forystu fyrir lokahring UBS Hong Kong Open

Það eru Nýsjálendingurinn Michael Campbell og Miguel Ángel Jiménez, frá Spáni sem leiða fyrir lokahring UBS Hong Kong Open. Báðir eru búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Jiménez (65 67 68) og Campbell (67 64 69). Þriðja sætinu deila ítalski unglingurinn Matteo Manassero og kínverski kylfingurinn Lian-wei Zhang aðeins 1 höggi á eftir þeim Campbell og Jiménez. Í 5. sæti er svo Svíinn Fredrik Anderson Hed á samtals 8 undir pari. Munur milli 1.og 5. sætinu aðeins 2 högg og allt sem getur gerst á morgun – stefnir í spennandi sunnudag í Hong Kong!!! Til þess að sjá stöðuna á UBS Hong Kong Open eftir 3. Lesa meira