Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 20:15

Birgir Leifur úr leik í Flórída

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, spilaði í dag 4. hring og síðasta hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013.

Keppt var á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: 

Nítján efstu og þeir sem voru efstir í 19. sæti komust áfram á lokaúrtökumót fyrir PGA Tour 2013.

Birgir Leifur lék samtals á 2 yfir pari, 286 höggum (70 73 70 73) og hafnaði í 70. sæti af 74 þáttakendum.

Efstur varð „heimamaðurinn“ Rob Oppenheim frá Orlandó, Flórída, var á samtals 21 undir pari, 263 höggum (63 67 66 67), en hann var í nokkrum sérflokki, þekkir Plantation Preserve út og inn og átti þ.a.l. 4 högg á næsta mann, sem heitir því skemmtilega nafni Meen Whee Kim og er frá Suður-Kóreu. Hann var á 17 undir pari, 267 höggum (67 68 65 67). Reyndar voru flestir af þeim 19 sem náðu í gegn frá Flórída eða alls 6.

Til þess að sjá lokastöðuna á 2. stigi PGA Tour úrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: