Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 11:30

Matthew Guyatt leiðir enn þegar Talisker Australian Open er hálfnað – Adam Scott í 3. og Ian Poulter í 5. sæti

Í gær hófst á Kingston Heath golfvellinum í Melbourne, Ástralíu, Talisker Australian Open.

Það er Ástralinn Matthew Guyatt sem leiðir þegar mótið er hálfnað.  Guyatt er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (65 69).

Í 2. sæti er landi Guyatt, Michael Landry, tveimur höggum á eftir þ.e. á samtals 8 undir pari, 136 höggum (67 69).

Í 3. sæti er Adam Scott á samtals 7 undir pari, 137 höggum (67 70).

Fjórða sætinu deila síðan Ástralinn Craig Hancock og Ryder Cup hetja evrópska liðsins Ian Poulter á samtals 6 undir pari, 138; Hancock (68 71) og Poulter (67 72).

Graeme McDowell, sigurvegari Opna bandaríska risamótsins 2010 er á 4 yfir pari, 148 höggum (71 77) átti afleitan hring í morgun og er fallinn niður skortöfluna í 52. sætið.

Til þess að sjá stöðuna á Australian Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: