Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 08:45

LPGA: Ai Miyazato leiðir þegar CME Group Titleholders er hálfnað

Japanski kylfingurinn og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ai Miyazato er komin í forystu á CME Group Titleholders mótinu, lokamóti LPGA á Twin Eagles Golf Club í Naples, Flórída.

Ai Miyazato hefir samtals spilað á 10 undir pari, 134 höggum (70 64), en hún átti frábæran 2. hring upp á 8 undir pari, 64 högg, þar sem hún fékk 9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Hún þurfti aðeins 25 pútt á hringnum góða. Eftir 2. hringinn sagði forystukonan Ai m.a. að árangurinn væri afrakstur mikillar vinnu undanfarinna mánaða.

„… þetta er síðasta mótið (á LPGA í ár) þannig að hef engar væntingar til mín og það er bara yndislegt og afslappað hérna, þannig að ég var róleg í allan dag. Það er þess vegna sem ég held að ég hafi púttað vel,“ sagði Ai Miyazato.

Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti er NY Choi, frá Suður-Kóreu og í 3. sæti eru 4 kylfingar á samtals 7 undir pari, hver þ.e.:  norska frænka okkar Suzann Pettersen, og  Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu, sem leiddu í gær ásamt þeim Karine Icher frá Frakklandi Brittany Lincicome.

Sjöunda sætinu deila þýska fyrrum W-7 módelið Sandra Gal, So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem var ein af 3 forystukonum gærdagsins og Karrie Webb frá Ástralíu.

Til þess að sjá stöðuna í heild þegar CME Group Titleholder er hálfnað  SMELLIÐ HÉR: