Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 10:15

Lee Westwood segir skilið við kylfusvein sinn Billy Foster

Lee Westwood hefir tekið einhverja erfiðustu ákvörðun á atvinnumannsferli sínum og sagt skilið við góðan vin sinn og kylfusvein, Billy Foster. 

Sá síðarnefndi hefir verið frá í 6 mánuði vegna hnjámeiðsla. Lee hélt hann í slíkum hávegum að hann sagði að pokinn biði þar til Billy Foster væri búinn að ná sér. En nú hefir hann sagt Billy að taka pokann sinn.

Talið er að Westwood hafi sagt skilið við Foster vegna þess að einungis 1 risamót er fram að því að Lee Westwood verður 40 ára, þ.e. Masters á næsta ári og hann þarf að fá góðan samstarfsaðila ætli hann sér að sigra.

„Billy var gífurlega vonsvikinn, eins og þið getið ímyndað ykkur,“ sagði umboðsmaður Lee, Chubby Chandler. „Hann er búinn að eiga einhver leiðinlegustu 6 mánuði ævi sínnar. En Lee er á þeim punkti í ferli sínum þar sem hann verður að vera svolítið eigingjarn. Hann á aðeins 4-5 ár eftir af bestu árum sínum í golfinu og hann hefir einfaldlega ekki ráð á því að stefna uppkomandi (risamóti) í hættu.“

„Billy vonast til að verða nógu hress við ársbyrjun til þess að vera kylfusveinn í 1 viku en síðan verður hann að fá frí þá næstu. En Lee er að spila í 6 mótum í röð sem byrja í Dubai n.k. febrúar og það er ekki hægt að vera með Billy eina vikuna og síðan annan kylfusvein þá næstu.“

„Þetta var erfið ákvörðun vegna þess að við vitum öll hversu góður kylfusveinn Billy er og þeir eru góðir vinir líka.“

Það sem knúði Lee til þess að taka ákvörðunina er að Mike Kerr, frá Zimbabwe sem hefir verið að leysa Billy Foster af, var boðið fullt starf hjá Sergio Garcia. Lee vildi ekki missa Kerr, þegar ekkert lá fyrir hvenær Foster væri tilbúinn að vinna að fullu að nýju. Þar af leiðandi er Kerr nú á hinum mjög svo verðmæta poka Lee Westwood.

Heimild: Daily Mail