Par-3 15. brautin á Cypress Point á Pebble Beach, Kaliforníu.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 16:00

Nýtt: Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 1 af 10)

Ein fallegasta par-3 braut í heiminum og þótt víðar væri leitað er par-3 15. brautin í Cypress Point golfklúbbnum í Kalíforníu.

Hún er 131 metra af öftustu teigum og slegið er yfir Kyrrahafið.

Umhverfið er eins fallegt og í þjóðgarði; það er bara golfvöllur á staðnum.

Golfvallarhönnuðurinn Alister MacKenzie hefir skapað listaverk innan um furutré og sandhóla; maður fellur hreinlega í stafi við útsýnið sem blasir við.  Sýnin er ógleymanleg og holan næstum eins góð eins og sú næsta, sem kemur þar á eftir.