Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson – 16. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ævarr Freyr Birgisson.  Ævarr Freyr er fæddur 16. nóvember 1996 og er því 16 ára í dag. Ævarr Freyr er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og m.a. kylfingur ársins hjá GA 2011. Hann hefir spilað á Unglingamótaröð Arion banka, drengjaflokki 15-16 ára, í sumar með góðum árangri. Þess mætti geta að drengjaflokkur er yfirleitt fjölmennasti flokkurinn á Unglingamótaröðinni en keppendur yfirleitt á bilinu 30-40. Þannig varð Ævar Freyr í 6. sæti á 1. móti mótaraðarinnar á Skaganum.

Afmæliskylfingurinn Ævarr Freyr á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012 á Skaganum. Með honum á myndinni eru Kristinn Reyr Sigurðsson, GR (f.m.) og Birgir Björn Magnússon, GK (t.h.). Mynd: Golf1

Ævarr Freyr varð í 15. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli í Fljótshlíðinni og í 10. sæti á 3. mótinu á Korpunni.

Afmæliskylfingurinn Ævarr Freyr Birgisson, GA, (f.m) á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpunni 2012. Með honum á myndinni eru Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG (t.v.) og Tumi Hrafn Kúld, GA (t.h.). Mynd: Golf 1.

Á Íslandsmótinu í höggleik í drengjaflokki varð Ævarr Freyr í 6. sæti og á Íslandsmótinu í holukeppni komst hann í 8 manna úrslit.

Á síðasta móti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli varð Ævarr Freyr í 3.-4. sæti.

Ævarr Freyr varð í 6. sæti í Meistaraflokki karla á meistaramóti GA 2012.

Eins tók hann þátt í ýmsum opnum mótum á árinu, m.a. Opna Goða/Mærudagsmótinu á Húsavík 28. júlí í sumar en þar varð hann í 6. sæti af 105 þátttakendum.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Ævarr Freyr Birgisson (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (80 ára stórafmæli!!!) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru með því að SMELLA HÉR: )  ….. og ……
Orri Heimisson (17 ára)

Salína Helgadóttir, GR  (54 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is