Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 09:30

Evróputúrinn: Michael Campbell leiðir þegar UBS Hong Kong Open er hálfnað – Rory komst ekki í gegnum niðurskurð

Það er Nýsjálendingurinn Michael Campbell, sem leiðir þegar UBS Hong Kong Open er hálfnað. Campbell er á samtals 9 undir pari, 131 höggi (67 64).

Í 2. sæti eru 3 kylfingar aðeins höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 132 höggum: Lian-wei Zhang, Miguel Ángel Jiménez og Fredrik Anderson Hed.

Í 5. sæti er Daninn Anders Hansen, á samtals 7 undir pari, 133 höggum (69 64).

Heimsins besti, Rory McIlroy þreyttur, daufur og slappur, eða hvaða afsakanir sem hann ber fyrir sig,  komst eins og Golf 1 spáði í gær ekki í gegnum niðurskurð. Hann spilaði á 5 yfir pari, 145 höggum (73 72). Niðurskurður var miðaður við samtals 2 yfir pari og var nr. 1 á heimslistanum 3 höggum frá því að komast í gegn.  Hann fór í morgun frá Hong Kong til móts við kærestu sína Caroline Wozniacki.

Til þess að sjá stöðuna á UBS Hong Kong Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: