Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 08:25

Sólskinstúrinn: Henrik Stenson í forystu þegar SA Open er hálfnað

South Africa Open er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evrópumótaraðarinnar. Annar hringur SA Open hófst var spilaður í gær á Serengeti Golf & Wildlife Estate í Ekurhuleni í Suður-Afríku.  Mótið er 2. elsta golfmótið í heimi (hófst 1893) aðeins Opna breska er eldra (hófst 1860).

Svíinn Henrik Stenson leiðir þegar mótið er hálfnað. Hann lék 2. hring á 7 undir pari, 65 höggum.  Samtals er Stenson búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (66 65) – lék fyrri daginn á 6 undir pari, 66 höggum.

Hann byrjaði í gær á 10. teig, fékk 5 pör á fyrstu holurnar, síðan 3 fugla í röð og lauk sínum fyrri 9 með pari á 18. holu.  Síðan spilaði hann seinni 9 (þ.e. fyrri 9 á Serengeti vellinum) og fékk fugla á 1. og 3. holu og síðan glæsiörn á 8. holu þ.e. næstsíðustu spilaða holu sína.

Eftir hringinn sagði Stenson m.a.: „Það á enn eftir að spila mikið golf. Ég kom mér í góða stöðu fyrir helgina og ég hlakka til þess. Ég er ákafur að sigra.“

Í 2. sæti er Merrick Bremner frá Suður-Afríku á samtals 10 undir pari, 134 höggum (64 70) og í 3. sæti er enn annar Svíi Magnus A Carlsson á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67).

Charl Schwartzel deilir 4. sætinu ásamt Skotanum Lloyd Saltman á samtals 8 undir pari, hver og Martin Kaymer er T-25 á samtals 4 undir pari (70 70).

Branden Grace hefir sagt að SA Open sé það mót sem alla suður-afríska kylfinga dreymi um að sigra. Hann er nú T-33 á samtals 3 undir pari, bætti sig um 3 högg frá deginum áður (72 69).

Mótinu var frestað vegna eldinga en hefir hófst að nýju fyrir um klukkustund síðan þ.e. kl. 7:30.

Til þess að sjá stöðuna á SA Open þegar mótið er hálfnað  SMELLIÐ HÉR: