Sólskinstúrinn: Henrik Stenson í forystu þegar SA Open er hálfnað
South Africa Open er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evrópumótaraðarinnar. Annar hringur SA Open hófst var spilaður í gær á Serengeti Golf & Wildlife Estate í Ekurhuleni í Suður-Afríku. Mótið er 2. elsta golfmótið í heimi (hófst 1893) aðeins Opna breska er eldra (hófst 1860).
Svíinn Henrik Stenson leiðir þegar mótið er hálfnað. Hann lék 2. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Samtals er Stenson búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (66 65) – lék fyrri daginn á 6 undir pari, 66 höggum.
Hann byrjaði í gær á 10. teig, fékk 5 pör á fyrstu holurnar, síðan 3 fugla í röð og lauk sínum fyrri 9 með pari á 18. holu. Síðan spilaði hann seinni 9 (þ.e. fyrri 9 á Serengeti vellinum) og fékk fugla á 1. og 3. holu og síðan glæsiörn á 8. holu þ.e. næstsíðustu spilaða holu sína.
Eftir hringinn sagði Stenson m.a.: „Það á enn eftir að spila mikið golf. Ég kom mér í góða stöðu fyrir helgina og ég hlakka til þess. Ég er ákafur að sigra.“
Í 2. sæti er Merrick Bremner frá Suður-Afríku á samtals 10 undir pari, 134 höggum (64 70) og í 3. sæti er enn annar Svíi Magnus A Carlsson á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67).
Charl Schwartzel deilir 4. sætinu ásamt Skotanum Lloyd Saltman á samtals 8 undir pari, hver og Martin Kaymer er T-25 á samtals 4 undir pari (70 70).
Branden Grace hefir sagt að SA Open sé það mót sem alla suður-afríska kylfinga dreymi um að sigra. Hann er nú T-33 á samtals 3 undir pari, bætti sig um 3 högg frá deginum áður (72 69).
Mótinu var frestað vegna eldinga en hefir hófst að nýju fyrir um klukkustund síðan þ.e. kl. 7:30.
Til þess að sjá stöðuna á SA Open þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024