Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 10:00

Martin Kaymer vinnur „málverka-málið“ fyrir þýskum dómi

Eiginlega hafði hann ekkert illt í hyggju, þýski málarinn Alexander Maurer, 42 ára, sem málaði mynd af Martin Kaymer í Pop-Art stíl og ætlaði að selja það á netinu fyrir 43,5 evrur (um 8.000,- íslenskar krónur). Martin Kaymer fór hins vegar í mál og bar fyrir sig brot á friðhelgi einkalífs síns.  Málið fór fyrir Landesgericht (2. dómstig) í Þýskalandi þar sem dómur féll 28. nóvember s.l. Kaymer í vil. Alexander Maurer skilur heiminn ekki lengur. Hann er mikill golfáhugamaður og var þegar búinn að mála 2 myndir af Kaymer eftir sigur þess síðarnefnda á PGA Championship 2010.  Málarinn hafði áður málað myndir af þekktum stjörnum, sem þó voru allar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 09:15

PGA: Bestu högg ársins nr. 3 – fuglapútt Justin Rose á 17. á lokadegi Ryder Cup – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp. Þriðja besta högg ársins að mati PGA Tour átti Englendingurinn Justin Rose, í tvímenningsleikjum sunnudagsins á Ryder Cup. Það högg, sem reyndar var pútt tryggði honum fugl á par-3 17. holunni í Medinah í leik sínum gegn Phil Mickelson. Þar með vann Justin dýrmætt stig fyrir lið Evrópu þennan sögufræga sunnudagseftirmiðsdag. Til þess að sjá höggið góða, þ.e. 3. besta golfhögg ársins 2012, fuglapútt Justin Rose SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 08:00

Sólskinstúrinn: Tvöfaldur þýskur sigur

Meðan þýski kylfingurinn Martin Kaymer sigraði á Nedbank Golf Challenge í gær , s.s. Golf1 greindi frá vann Þjóðverjinn Bernhard Langer sambærilegt mót hjá öldungunum á Nedbank Champions Challenge og því var um tvöfaldan þýskan sigur að ræða um helgina! Bernhard Langer sagði stoltur með sigurinn: „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta er frábært mót að öllu leyti, allt frá skipulagningu þess, til áhorfendanna og vallarins, allt er frábært þegar maður kemur hingað.“ Í Nedbank Golf Challenge voru í raun bara Martin Kaymer og Charl Schwartzel að keppa um titilinn; voru búnir að stinga hina 16 í mótinu af og hefðu margir golfaðdáenda í Suður-Afríku vilja sá sinn mann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 06:00

PGA: Graeme McDowell sigraði á World Challenge – hápunktar og högg 4. dags

Hinn nýtrúlofaði, norður-írski kylfingur, Graeme McDowell sigraði í Thousands Oaks á móti Tiger, World Challenge seint í gær. McDowell spilaði á samtals 17 undir pari,  271 höggi (69 66 68 68).  „Það er orðið allt of langt síðan,“ sagði GMac að sigri loknum. „Þetta hefir verið helvíti af tveimur árum frá því ég sat hér síðast sem sigurvegari. Við viljum allir segja að þetta snúist allt um ferlið og það að fara í gegnum allskyns þrautir til þess að verða betri. En í allri hreinskilni þá er mælistikan á getu okkar sigrarnir. Ég get sagt það nú.“ Sjá má viðtal við Graeme McDowell með því að SMELLA HÉR:  Í verðlaunafé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 20:00

Hættulegustu golfvellir heims (7. grein af 10)

Á hverju ári fer fram World Ice Golf Championship, í Uummannaq, á Grænlandi. „Ís-golfvöllurinn“ á Grænlandi breytist á hverju ári, allt eftir duttlungum náttúrunnar og lögun íssins. Í mars á hverju ári (ef veður leyfir) er völlurinn lagður yfir breiður af fjöðrum og ísjökum. Keppendur mætast síðan í 36 holu móti, því eina sem spilað er fyrir norðan heimskautsbaug. Flatirnar eru úr snjó og kylfingar spila með rauðum boltum eða neon boltum og mega snerta yfirborðið til þess að slétta för eftir púttlínuför. Að öðru leyti er þetta venjulegur golfhringur, ef  -50° á Celsius kuldinn er klæddur af sér – ef það er ekki gert er hæglega hægt að frjósa til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 18:00

NÝTT: Nýju strákarnir á Evróptúrnum 2013: Gary Orr (1. grein af 28)

Lokastig úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar fór fram 24.-29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni.  Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sæti sem hlutu kortin sín fyrir keppnistímabilið 2013.  Í ár voru alls 28, sem hlutu keppnisrétt, en alls voru 5 kylfingar í 24. sæti og verða þeir kynntir hér á Golf1.is á næstu dögum: Við byrjum á Gary Orr, og síðan verða þeir kynntir hver á fætur öðrum, sem urðu jafnir ásamt Orr í 24. sæti: Daninn Lasse Jensen, Spánverjinn Carlos Del Moral, Ástralinn Scott Arnold og Frakkinn Alexander Levy. Þeirra elstur var sá sem kynntur verður í dag Skotinn Gary Orr, 45 ára, en hann náði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 16:30

LPGA: Moriya Jutanugarn enn efst eftir 4. hring í Q-school – Christina Kim T-54 komst ekki gegnum niðurskurð

Thaílenska stúlkan, 18 ára, Moriya Jutanugarn er enn efst eftir 4. hring Q-school LPGA og lítur allt út fyrir að hún gulltryggi sér þar með sæti á LPGA á næsta ári. Yfirburðir Moriyu eru slíkir að hún hefir 6 högga forystu á þá sem næst kemur, japönsku stúlkuna Ayako Uehara. Moriya er búin að spila á 273 höggum (68 66 69 70) en Ayako á 279 höggum (70 70 69 70). Í 3. sæti er kanadískur kylfingur Rebecca Lee-Bentham, en hún er á samtals 280 höggum (69 75 67 69). Christina Kim, 28 ára, spilar hins vegar aðeins í nokkrum mótum á LPGA á næsta keppnistímabil, þar sem hún komst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 15:30

LET: Phatlum sigraði á Indlandi

Það var tælenska stúlkan Pornanong Phatlum, sem sigraði á Hero Women´s India Open.  Phatlum lék samtals á 13 undir pari, 203 höggum (72 65 66) og átti heil 4 högg á þá sem næst kom, en það var sú sem átti titil að verja, hin sænska Caroline Hedwall , sem var samtals á 209 höggum (76 62 69). Sannfærandi sigur hjá Phatlum á Evrópumótaröð kvenna!  Með sigrinum varð hún fyrst kvenna til að sigra Hero Women´s India Open 3 sinnum. Eftir sigurinn sagði Phatlum m.a.: „Ég er svo ánægð núna. Þetta er stórt mót; ég vann og eftir tvo daga er afmælið mitt þannig að þetta er bara stór gjöf til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 15:00

Sólskinstúrinn: Martin Kaymer sigraði á Nedbank Golf Challenge

Loksins – loksins!!!! Það hlýtur að vera steini létt af hjarta Martin Kaymer.  Hann getur þetta enn!!! Kaymer sigraði á Nedbank Golf Challenge í Suður-Afríku. Þessi fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem rétt slapp í Ryder Cup lið Evrópu og reyndist síðan réttur maður á réttum stað SIGRAÐI… en það hefir ekki gerst í ár!  Hann hefir hrasað alla leið úr 1. sætinu á heimslistanum niður í 32. sætið…. en það er nokkuð víst að hann siglir hraðbyri upp á við listann aftur! Kaymer lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (72 69 70 69). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Kaymer var „heimamaðurinn“ Charl Schwartzel á 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson – 2. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og því 18 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GB) og m.a. klúbbmeistari GB, 4. árið í röð á þessu ári. Það sem var merkilegt í Meistaramóti GB í ár var m.a. að Bjarki fór holu í höggi á 14. holu Hamarsvallar!!! Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt  í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en Lesa meira