
PGA: Graeme McDowell sigraði á World Challenge – hápunktar og högg 4. dags
Hinn nýtrúlofaði, norður-írski kylfingur, Graeme McDowell sigraði í Thousands Oaks á móti Tiger, World Challenge seint í gær.
McDowell spilaði á samtals 17 undir pari, 271 höggi (69 66 68 68). „Það er orðið allt of langt síðan,“ sagði GMac að sigri loknum. „Þetta hefir verið helvíti af tveimur árum frá því ég sat hér síðast sem sigurvegari. Við viljum allir segja að þetta snúist allt um ferlið og það að fara í gegnum allskyns þrautir til þess að verða betri. En í allri hreinskilni þá er mælistikan á getu okkar sigrarnir. Ég get sagt það nú.“
Sjá má viðtal við Graeme McDowell með því að SMELLA HÉR:
Í verðlaunafé hlýtur GMac $ 1,2 milljónir (um 150 milljónir íslenskra króna) og ætti því ekki að verða skotaskuld að gefa Kristin Stipes, heitkonu sinni, eitthvað fallegt í jólagjöf.
Í 2. sæti 3 höggum á eftir varð einn harðasti fylgismaður löngu pútterana, Keegan Bradley á 14 undir pari, 274 höggum (69 69 67 69).
Í 3. sæti varð Bo van Pelt með lokahring upp á 2 undir pari, 70 höggum og samtals 10 undir pari.
Fjórða sætinu deildu gestgjafinn Tiger Woods (1 undir pari, 71 högg), Jim Furyk (2 undir pari, 70 högg) og Rickie Fowler (3 undir pari, 69 högg); allir á samtals 9 undir pari, 279 höggum.
Til þess að sjá úrslitin á World Challenge 2012 SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á World Challenge 2012 SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá glæsihögg 4. dags sem Rickie Fowler átti á World Challenge 2012 SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC