Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 09:15

PGA: Bestu högg ársins nr. 3 – fuglapútt Justin Rose á 17. á lokadegi Ryder Cup – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp.

Þriðja besta högg ársins að mati PGA Tour átti Englendingurinn Justin Rose, í tvímenningsleikjum sunnudagsins á Ryder Cup. Það högg, sem reyndar var pútt tryggði honum fugl á par-3 17. holunni í Medinah í leik sínum gegn Phil Mickelson. Þar með vann Justin dýrmætt stig fyrir lið Evrópu þennan sögufræga sunnudagseftirmiðsdag.

Til þess að sjá höggið góða, þ.e. 3. besta golfhögg ársins 2012, fuglapútt Justin Rose SMELLIÐ HÉR: