Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 16:30

LPGA: Moriya Jutanugarn enn efst eftir 4. hring í Q-school – Christina Kim T-54 komst ekki gegnum niðurskurð

Thaílenska stúlkan, 18 ára, Moriya Jutanugarn er enn efst eftir 4. hring Q-school LPGA og lítur allt út fyrir að hún gulltryggi sér þar með sæti á LPGA á næsta ári. Yfirburðir Moriyu eru slíkir að hún hefir 6 högga forystu á þá sem næst kemur, japönsku stúlkuna Ayako Uehara.

Moriya er búin að spila á 273 höggum (68 66 69 70) en Ayako á 279 höggum (70 70 69 70).

Í 3. sæti er kanadískur kylfingur Rebecca Lee-Bentham, en hún er á samtals 280 höggum (69 75 67 69).

Christina Kim, 28 ára, spilar hins vegar aðeins í nokkrum mótum á LPGA á næsta keppnistímabil, þar sem hún komst ekki í hóp efstu 40 stúlkna eftir 4. hring og hefir því einungis keppnisrétt á Symetra Tour, sem er eflaust slag og verður ekki til að bæta þunglyndi hennar.

Til þess að sjá stöðuna eftir 4. dag lokaúrtökumót LPGA SMELLIÐ HÉR: