Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 15:00

Sólskinstúrinn: Martin Kaymer sigraði á Nedbank Golf Challenge

Loksins – loksins!!!!

Það hlýtur að vera steini létt af hjarta Martin Kaymer.  Hann getur þetta enn!!! Kaymer sigraði á Nedbank Golf Challenge í Suður-Afríku.

Þessi fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem rétt slapp í Ryder Cup lið Evrópu og reyndist síðan réttur maður á réttum stað SIGRAÐI… en það hefir ekki gerst í ár!  Hann hefir hrasað alla leið úr 1. sætinu á heimslistanum niður í 32. sætið…. en það er nokkuð víst að hann siglir hraðbyri upp á við listann aftur!

Kaymer lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (72 69 70 69). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Kaymer var „heimamaðurinn“ Charl Schwartzel á 6 undir pari, 282 höggum (72 71 70 69).

Þremur höggum á eftir Schwartzel á samtals 3 undir pari, í 3. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Bill Haas og Louis Oosthuizen varð í 4. sæti á samtals 2 undir pari.

Lee Westwood varð síðan í 5. sæti á samtals 1 undir pari, 287 höggum ( 71 73 70 73).

Til þess að sjá úrslitin í heild á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: