Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2012 | 15:30

LET: Phatlum sigraði á Indlandi

Það var tælenska stúlkan Pornanong Phatlum, sem sigraði á Hero Women´s India Open.  Phatlum lék samtals á 13 undir pari, 203 höggum (72 65 66) og átti heil 4 högg á þá sem næst kom, en það var sú sem átti titil að verja, hin sænska Caroline Hedwall , sem var samtals á 209 höggum (76 62 69).

Sannfærandi sigur hjá Phatlum á Evrópumótaröð kvenna!  Með sigrinum varð hún fyrst kvenna til að sigra Hero Women´s India Open 3 sinnum.

Eftir sigurinn sagði Phatlum m.a.: „Ég er svo ánægð núna. Þetta er stórt mót; ég vann og eftir tvo daga er afmælið mitt þannig að þetta er bara stór gjöf til mín.“

Í 3. sæti varð landa Phatlum, frá Thaílandi, Nontaya Srisawang, á 7 undir pari, 209 höggum (71 70 68).

Fjórða sætinu deildu síðan Carlota Ciganda frá Spáni, Stefania Croce frá Ítalíu og  hin enska Trish Johnson allar á samtals 3 undir pari hver.

Til þess að sjá úrslitin á Hero Women´s India Open SMELLIÐ HÉR: