Bernhard Langer (t.v.) og Martin Kaymer (t.h.)
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 08:00

Sólskinstúrinn: Tvöfaldur þýskur sigur

Meðan þýski kylfingurinn Martin Kaymer sigraði á Nedbank Golf Challenge í gær , s.s. Golf1 greindi frá vann Þjóðverjinn Bernhard Langer sambærilegt mót hjá öldungunum á Nedbank Champions Challenge og því var um tvöfaldan þýskan sigur að ræða um helgina!

Bernhard Langer sagði stoltur með sigurinn: „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta er frábært mót að öllu leyti, allt frá skipulagningu þess, til áhorfendanna og vallarins, allt er frábært þegar maður kemur hingað.“

Í Nedbank Golf Challenge voru í raun bara Martin Kaymer og Charl Schwartzel að keppa um titilinn; voru búnir að stinga hina 16 í mótinu af og hefðu margir golfaðdáenda í Suður-Afríku vilja sá sinn mann (Schwartzel) hafa betur – en hann varð að láta sér lynda 2. sætið.

Charl Schwartzel

Í Nedbank Champions Challenge börðust Bernhard Langer og Bill Haas – en Langer hafði betur var á 7 undir pari meðan Haas var á 5 undir pari samtals.  Reyndar voru þeir, þeir einu, ásamt Ian Woosnam í 8 manna keppni Nedbank Champions Challenge, sem spiluðu undir pari.

Sonur Bill Haas, Jay Haas náði 3. sætinu í Nedbank Golf Challenge og því mikil gleði á heimili Haas-fjölskyldunnar.

Feðgarnir Bill og Jay Haas

Til að sjá úrslitin á Nedbank Champion Challenge þar sem Bernhard Langer vann SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá úrslitin á Nedbank Golf Challenge, þar sem Martin Kaymer sigraði SMELLIÐ HÉR: