Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2012 | 09:00

LPGA: Leiðrétting – Christina Kim hlaut takmarkaðan keppnisrétt á LPGA

Ranglega var sagt frá því hér í fyrradag á Golf1.is að Christina Kim hefði ekki komist í gegnum niðurskurð á lokaúrtökumóti LPGA.  Það er ekki rétt. Eftir 4 hringi var skorið niður og aðeins 76 efstu fengu að spila 5. og lokahring úrtökumótsins – Christina var T-54 og því meðal þeirra, sem léku lokahringinn. Þær 76 sem spiluðu lokahringinn voru síðan að keppast um að verða meðal 20 efstu, en þær skipa flokk 12 (ens. Category 12) og hljóta fullan keppnisrétt á LPGA.  Það eru NÁKVÆMLEGA 20 sem hljóta fullan keppnisrétt – hefðu nokkrar t.d. orðið  jafnar í 19. sæti, hefði skv. reglum LPGA þurft að fara fram umspil milli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2012 | 08:00

PGA: Bestu högg ársins – nr. 2 vipp Tiger Woods á Memorial – nr. 1 trjáhögg Bubba Watson á the Masters – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp. Annað besta högg ársins er vipp Tiger Woods á lokahring Memorial mótsins þ.e. 2. högg hans, vipp á par-3 16. holunni, sem fór úr erfiðri legu beint ofan í holu fyrir fugli. Frábært högg! Besta högg ársins hins vegar er aðhögg Bubba Watson á 2. holu umspils á The Masters þ.e. á par-4 10. holunni þar sem hann sló úr vonlausri legu í trjánum og  þurfti að móta boltaflugið og sveigja boltanum framhjá trjám og inn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 21:00

Hættulegustu golfvellir heims (8. grein af 10)

Einn hættulegasti golfvöllur heims getur verið Ocean golfvöllurinn á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Á þessum velli fór Ryder Cup 1991 fram og úrslit réðust ekki fyrr en með lokapúttinu. En blóð, sviti og tár fölnar í sambandi við það sem bíður óviðbúins kylfings, sem tekst á við völlinn. Völlurinn er svo miklu meira en bara erfiður.  Það sem takast verður á við er móðir náttúra. Völlurinn er byggður ofan á sandhóla á ysta hluta eyjunar og því miklir vindar, þannig að auðveldlega getur teygst úr venjulegu spili í  5 1/2-6 tíma hring. Fyrir utan hversu erfitt er að spila í hita og raka Suður-Karólínu, þá eru það öll skordýrin og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 20:45

LET: Michelle Wie og Lexi Thompson á úlfaldabaki í aðdraganda Omega Dubai Ladies Masters

Michelle Wie tvítaði  í gær: „With lexi on the camel! Poor Nadia…we must have been so heavy“ Lausleg þýðing: „Með Lexi á kameldýrinu! Aumingja Nadia (kameldýrið) …. við hljótum að hafa verið svo þungar.“ Tilefni þess að myndir voru teknar af þeim stöllum á kameldýri er að nú í vikunni hefst Omega Dubai Ladies Masters í Dubai, í Sameinuðu furstadæmunum og þar á Lexi titil að verja. Verndari mótsins er hennar hátign prinsessan Haya Bint Al Hussein, ein af eiginkonum Sheikh Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsetisráðherra Sameinuðu furstadæmanna og stjórnanda Dubai. „Það má vel vera að ég hafi ekki unnið í ár, en leikur minn er að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Ken Venturi? (2/2) 3. grein af 24 um „The Match“

Hér er seinni grein um kynningu á bandaríska kylfingnum Ken Venturi, sem m.a. kom á árinu fram á Golf Channel í viðtali hjá Feherty. SJÁ HÉR:  Ken Venturi er einn aðalheimildarmaðurinn og einn af 4 aðalsöguhetjum bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Hann var annar af 2 áhugamönnunum (hinn var Harvie Ward) sem kepptu við heimsins bestu atvinnumenn þess tíma (Ben Hogan og Byron Nelson) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Lasse Jensen (2. grein af 28)

Lasse Jensen er annar af tveimur Dönum sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2013 í gegnum lokaúrtökumót European Tour, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, 24.-29. nóvember s.l..  Reyndar sluppu dönsku kylfingarnir báðir rétt inn, en Lasse varð í neðsta sæti því 24. á lokaúrtökumótinu og hinn, Morten Örum Madsen, sem kynntur verður á morgun, í 16. sæti. Lasse er fæddur í Hilleröd, Danmörku 6. september 1984 og er því nýorðinn 28 ára. Hann býr enn í Hillerod og er þar í Assebo golfklúbbnum. Lasse gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og hefir á hverju ári síðan tekið þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar. Lasse spilaði ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 16:45

GS: Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fer fram kl. 20:00 í Golfskálanum

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja verður haldinn í dag,  mánudaginn 3. desember kl. 20:00 í  golfskála Golfklúbbs Suðurnesja. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og funarritara 2. Skýrsla stjórnar. 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borin upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Lögð fram fjárhagsáætlun og tillaga um árgjöld fyrir komandi starfsár. 7. Kosning A) Formaður B) Meðstjórnendur C) Skoðunarmenn 8. Önnur mál. Heimild: www.gs.is

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 14:00

GA: Stefanía Kristín kylfingur GA 2012 – Kristján Benedikt hlaut háttvísibikarinn

Aðalfundur GA fór fram laugardaginn 24. nóvember s.l..  Góð mæting var á fundinn, en fundarmönnum var boðið upp á súpu og brauð áður en formleg dagskrá hófst.  Eftirfarandi er það helsta sem gerðist á fundinum. Skýrsla stjórnar Í skýrslu stjórnar er ítarlega gerð grein fyrir starfi síðasta árs og störfum nefnda klúbbsins. Formaður fór yfir það helsta sem gert var á árinu og helstu afrek kylfinga. Þakkaði hann öllum þeim sem lyftu grettistaki í vetur og vor eftir mikið erfiðleikaár 2011 en með samhentu átaki var unnið mikið og gott starf við að koma vellinum í gott stands og efla okkar góða orðspor enn meir. „Þetta hefði ekki áunnist nema Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 13:45

GKJ: Aðalfundur Golfklúbbsins Kjalar kl. 20:00 í kvöld í hátíðarsal Lágafellsskóla

Aðalfundur Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ fer fram, í dag, mánudaginn 3. desember 2012, kl. 20:00  í hátíðarsal Lágafellsskóla.   Dagskrá: 1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2.      Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins. 3.      Endurskoðaðir og áritaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 4.      Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 5.      Lagabreytingar. 6.      Kosning stjórnar og endurskoðenda. 7.      Ákvörðun félagsgjalda. 8.      Kosning aganefndar. 9.      Önnur mál. Stjórn GKJ hvetur félaga til að fjölmenna á fundinn!!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Victor Jean Hugo – 3. desember 2012

Það er suður-afríski kylfingurinn Victor Jean Hugo, sem spilar á Sólskinstúrnum, sem er afmæliskylfingur dagsins í dag. Jean Hugo fæddist 3. desember 1975 og er því 37 ára í dag. Sem barn og unglingur spilaði Jean og var félagi í Stellenbosch golfklúbbnum fræga í Suður-Afríku. Hann útskrifaðist úr Paul Roos menntaskólanum í Stellenbosch, 1994 og 3 árum síðar frá University of Stellenbosch með BA gráðu.  Jean gerðist síðan atvinnumaður í golfi 1999. Jean Hugo er sonur þekkts efnafræðings í Suður-Afríku, Victor Hugo og konu hans Esme, sem bæði eru miklir íþróttamenn. Jean hefir sigrað 15 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 13 sinnum á Sólskinstúrnum. Jean hefir spilað á Evróputúrnum Lesa meira