
NÝTT: Nýju strákarnir á Evróptúrnum 2013: Gary Orr (1. grein af 28)
Lokastig úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar fór fram 24.-29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sæti sem hlutu kortin sín fyrir keppnistímabilið 2013. Í ár voru alls 28, sem hlutu keppnisrétt, en alls voru 5 kylfingar í 24. sæti og verða þeir kynntir hér á Golf1.is á næstu dögum: Við byrjum á Gary Orr, og síðan verða þeir kynntir hver á fætur öðrum, sem urðu jafnir ásamt Orr í 24. sæti: Daninn Lasse Jensen, Spánverjinn Carlos Del Moral, Ástralinn Scott Arnold og Frakkinn Alexander Levy.
Þeirra elstur var sá sem kynntur verður í dag Skotinn Gary Orr, 45 ára, en hann náði að krækja sér í síðasta sætið. Gary spilaði á Evróputúrnum keppnistímabilið 2012 en þangað komst hann vegna þess að hann fór í Q-school 2011 og náði þeim glæsilega árangri að verða í 8. sæti þá. Þetta er því einn af leikmönnum Evrópumótaraðarinnar, sem stöðugt þarf í Q-school til að ná sér í keppnisrétt.
Gary Orr fæddist 11. maí 1967 og er því nýorðinn 45 ára. Orr gerðist atvinnukylfingur 1988 eða fyrir 24 árum. Hann byrjaði, sem aðstoðarkennari í Burhill Golf Club í Surrey. Sem stendur er hann nr. 460 á heimslistanum.
Orr er kvæntur Söruh (frá árinu 1998) og á með henni synina Jamie (f. 2000) og Bobby William (f. 2003).
Meðal áhugamála hans eru flestar íþróttir, tónlist og góður matur. Sem áhugamaður var Orr fulltrúi Skotlands á öllum stigum.
Orr komst fyrst á Evróputúrinn fyrir 20 árum, eða 1992. Þá varð hann í 30. sæti á stigalistanum og var valinn Sir Henry Cotton nýliði ársins. Hann er því ekki „nýr“ á Túrnum eins og áður er komið fram, heldur einn af gömlu hundunum sem tókst að endurnýja kort sitt.
Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum og var nálægt því að sigra aftur á The 2009 European Open, aðeins 1 högg skyldu hann og Frakkann Christian Cévaër að.
Árið 2010 spilaði hann aðeins í 11 mótum og komst aðeins 5 sinnum í gegnum niðurskurð vegna þess bakmeiðsl, sem fyrstu fóru að hrjá hann 2007 gerðu vart við sig aftur. Hann hlaut undanþágu af læknisfræðilegum ástæðum fyrir keppnistímabilið 2011. Hann varð í 137. sæti á stigalista Evrópumótarðarinnar, The Race to Dubai í lok s.l. árs og varð því að fara í Q-school og tók þar 8. kortið sem í boði var, s.s. áður er komið fram árið 2011, en nú er hann í 24. og síðasta sætinu.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open