Florida Professional Golf Tour: Nökkvi lauk keppni í Riviera Open
Nökkvi Gunnarsson, NK, spilar á Florida Professional Golf Tour og tók nú um helgina þátt í Riviera Open. Mótið fór fram í Riviera Country Club, á Ormond Beach í Flórída, 1.-2. desember s.l. Þátttakendur voru 124 og þetta var gríðarlega sterkt mót. Þeir 37 sem efstir voru eftir 2. hring kepptu til fjár á 3. hring. Nökkvi lauk keppni á samtals 148 höggum (77 71) og varð í 100. sæti. Sigurvegari varð „heimamaðurinn“ JC Home en hann átti titil að verja og tókst að hafa betur í mótinu en PGA Tour keppan Matt Every, sem einnig tók þátt. Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR:
NGA: Þórður Rafn á 76 og Alexander á 85 höggum eftir 1. dag í Shingle Creek
Þórður Rafn Gissurarson, GR og Alexander Gylfason, GR taka báðir þátt í 6. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series. Að þessu sinni er aftur spilað í Shingle Creek, í Flórída þar sem 3. mótið fór líka fram á. Í gær kom Þórður Rafn inn á 76 höggum en Alexander á 85 höggum. Þórður Rafn fékk 3 fugla,10 pör, 4 skolla og 1 skramba; en Alexander 9 pör, 7 skolla og 2 skramba. Þeir eru báðir neðarlega á skortöflunni Golf 1 óskar þeim Þórði Rafni og Alexander góðs gengis í dag! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. daginn í Shingle Creek SMELLIÐ HÉR:
Hættulegustu golfvellir heims (9. grein af 10)
Einn hættulegasti golfvöllur í heimi er Skukuza golfvöllurinn við Kruger National Park í Suður-Afríku. Hérna er tækifærið að fara á safari og blanda því saman við golfhring. Golfvöllurinn liggur í 45 mínútna fjarlægð frá Kruger National Park, sem er einn af stærsta svæði Suður-Afríku með villtum dýrum. Ljón, fílar, hlébarðar, villisvín, buffalóar og mörg önnur dýr eru algengir gestir á golfvellinum. Ef þið trúið þessu ekki ættuð þið að lesa sjálfsáhættuyfirlýsinguna, sem maður verður að skrifa undir áður en spilaður er hringur á vellinum. Vitið þið hvað á að gera þegar þið eruð á Skukuza og þið rekist á eitthvert villidýrið? Alls ekki hlaupa í burtu! Reynið að halda ró Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Harvie Ward? (1/2) 4. grein af 24 um „The Match“
Bandaríski kylfingurinn Edward Harvie Ward Jr. fæddist 8. desember 1925 í Tarboro, Norður-Karólínu. Hann dó 4. september 2004. Ward er best þekktur fyrir framúrskarandi áhugamannaferil sinn í golfi, sem og fyrir að hafa tekið þátt í fjórleiknum fræga “The Match”, sem var veðmál auðkýfinganna Eddie Lowery og George Coleman. Bílasalinn Lowery veðjaði við Coleman um að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn hans áhugamennina Ken Venturi og Harvie Ward í fjórleik, þ.e. betri bolta. Coleman tók veðmálinu og fyrir hans hönd spiluðu tveir af bestu kylfingum þess tíma Ben Hogan og Byron Nelson. Hvernig leikurinn fór er hægt að lesa um hér á www.Golf-1.is þegar allar sögupersónur fjórleiksins hafa verið kynntar Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Morten Örum Madsen (3. grein af 28)
Morten Örum Madsen er einn af 4 kylfingum, sem urðu í 16. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni og marði hann því rétt að komast inn og hljóta kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2013. Hann er jafnframt hinn Daninn sem að þessu sinni hlaut kortið sitt í gegnum Q-school en landi hans Lasse Jensen, sem varð í 24. sæti var kynntur til sögunnar í gær. Morten er fæddur í Silkeborg, Danmörku 9. apríl 1988 og varð því 24 ára á árinu. Morten gerðist atvinnumaður 2011 og er sem stendur nr. 456 á heimslistanum. Áhugamál Morten eru fótbolti, handbolti og líkamsrækt. Þetta Lesa meira
GO: Aðalfundur í kvöld kl. 20:00
Aðalfundur Golfklúbbsins Odds er í kvöld kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna!
PGA: Rory McIlroy kylfingur ársins – John Huh nýliði ársins
Talsmaður PGA Tour tilkynnti í dag að Rory McIlroy hefði verið valinn kylfingur ársins á PGA Tour. Jafnframt var John Huh útnefndur nýliði ársins. Sjá má kynningu Golf 1 á John Huh með því að SMELLA HÉR: Rory, 23 ára, er sá yngsti til þess að hljóta titilinn kylfingur ársins frá því að Tiger hlaut titilinn 1998. Hann hlýtur fyrir það hin svonefndu Jack Nicklaus verlaun. Rory vann 4 sinnum á PGA Tour í ár þ.e. á The Honda Classic, PGA Championship, Deutsche Bank Championship og BMW Championship. Það voru félagarnir á Túrnum sem kusu þá Rory og Huh. Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour sagði m.a. af þessu tilefni: „Fyrir Lesa meira
Val landsliðsþjálfara í afrekshópa
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið í afreks-og boðhópa GSÍ (A og B), að baki valinu liggja viðmiðunarreglur afreksstefnu GSÍ. Afrekshópur A er skipaður þeim kylfingum sem sýndu hvað bestan árangur í sínum flokkum á seinasta tímabili og í boðshópi (B) verða kylfingar sem ekki skipa Team Iceland eða A hóp en falla þó undir viðmiðunarreglu. Í kringum áramót verða svo 2-6 kylfingar valdir úr A hópi til að skipa Team Iceland hópinn. Að sögn Úlfars þá er hann ánægður með þann árangur sem náðist á árinu hér heima í mótaröðunum og einnig á mótum erlendis. Það sem stendur uppúr árangurslega í mótum erlendis er sigur Ragnars Más á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir. Hún er fædd 4. desember 1989 og er því 23 ára í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Auk þess að vera Íslandsmeistari í höggleik er Valdís Þóra klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í ár. Valdís Þóra er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara. Hún spilar golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu og er sem stendur Lesa meira
GKG: 7,7 milljón króna hagnaður í rekstri klúbbsins
Um 75 félagar mættu á aðalfund GKG sem haldinn var fimmtudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Fundurinn fór vel fram, umræður spunnust um ýmis málefni og almennt má segja að bjartsýni ráði ríkjum í herbúðum GKG. Klúbburinn skilaði 7,7 milljónum í hagnað, langtímaskuldir eru engar og hafa allar fjárfestingar síðustu ára verið staðgreiddar. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, sveit GKG varð íslandsmeistari í 1. deild karla, Ragnar Már Garðarsson varð Íslandsmeistari í höggleik flokki 17-18 ára, Sveit GKG varð íslandsmeistari pilta 16-18 ára, Gunnhildur Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna 15-16 ára, María Guðnadóttir varð Íslandsmeistari eldri kylfinga 50+ og Jónína Pálsdóttir varð Íslandsmeistari í 2. fl. kvenna 35+. Lesa meira









