Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 07:00

NGA: Þórður Rafn á 76 og Alexander á 85 höggum eftir 1. dag í Shingle Creek

Þórður Rafn Gissurarson, GR og Alexander Gylfason, GR taka báðir þátt í 6. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series.  Að þessu sinni er aftur spilað í Shingle Creek, í Flórída þar sem 3. mótið fór líka fram á.

Alexander Gylfason spilar á NGA Golf Pro Tour í Flórída. Mynd: Í eigu Alexanders

Í gær kom Þórður Rafn inn á 76 höggum en Alexander á 85 höggum.

Þórður Rafn fékk 3 fugla,10 pör, 4 skolla og 1 skramba; en Alexander 9 pör, 7 skolla og 2 skramba.  Þeir eru báðir neðarlega á skortöflunni

Golf 1 óskar þeim Þórði Rafni og Alexander góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. daginn í Shingle Creek SMELLIÐ HÉR: