
Hver er kylfingurinn: Harvie Ward? (1/2) 4. grein af 24 um „The Match“
Bandaríski kylfingurinn Edward Harvie Ward Jr. fæddist 8. desember 1925 í Tarboro, Norður-Karólínu. Hann dó 4. september 2004.
Ward er best þekktur fyrir framúrskarandi áhugamannaferil sinn í golfi, sem og fyrir að hafa tekið þátt í fjórleiknum fræga “The Match”, sem var veðmál auðkýfinganna Eddie Lowery og George Coleman. Bílasalinn Lowery veðjaði við Coleman um að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn hans áhugamennina Ken Venturi og Harvie Ward í fjórleik, þ.e. betri bolta. Coleman tók veðmálinu og fyrir hans hönd spiluðu tveir af bestu kylfingum þess tíma Ben Hogan og Byron Nelson. Hvernig leikurinn fór er hægt að lesa um hér á www.Golf-1.is þegar allar sögupersónur fjórleiksins hafa verið kynntar til sögunnar (en þá er löng kynning á Ben Hogan eftir – alls 9 greinar).
Þekktastur er Harvie fyrir að hafa sigrað U.S Amateur tvívegis og British Amateur einu sinni.
Harvie Ward var í Unversity of North Carolina, en þar sigraði hann NCAA Division I individual title, árið 1949. Hann útskrifaðist frá háskólanum með gráðu í hagfræði.
Ward sigraði í British Amateur 1952 (þ.e. fyrir nákvæmlega 60 árum) og hann varð í 2. sæti í sama móti árið eftir. Harvie Ward vann líka US Amateur tvö ár í röð þ.e. 1955 og 1956. Hann vann líka fjölda önnur áhugamannamót þ.m.t. Canadian Amateur og er þar með aðeins annar af 2 sem sigrað hefir í US, British og Canadian Amateur mótunum (hinn er Dick Chapman). Ward er hins vegar sá eini til þess að hafa sigrað þessa 3 titla samhliða NCAA Championship. Hann varð í 2. sæti á Western Amateur, 1952. Hann vann líka North Carolina Open og keppti þar gegn atvinnumönnum.
Ward var í 3 sigurliðum Walker Cup (árin 1953, 1955, 1959) og vann alla 6 leiki sína.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open