Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2012 | 20:10

Hættulegustu golfvellir heims (9. grein af 10)

Einn hættulegasti golfvöllur í heimi er Skukuza golfvöllurinn við Kruger National Park í  Suður-Afríku.

Allsstaðar eru merki á Skukuza sem varað er við villtum dýrum

Hérna er tækifærið að fara á safari og blanda því saman við golfhring. Golfvöllurinn liggur í 45 mínútna fjarlægð frá Kruger National Park, sem er einn af stærsta svæði Suður-Afríku með villtum dýrum.

Ljón, fílar, hlébarðar, villisvín, buffalóar og mörg önnur dýr eru algengir gestir á golfvellinum.

Ef þið trúið þessu ekki ættuð þið að lesa sjálfsáhættuyfirlýsinguna, sem maður verður að skrifa undir áður en spilaður er hringur á vellinum.

Vitið þið hvað á að gera þegar þið eruð á Skukuza og þið rekist á eitthvert villidýrið? Alls ekki hlaupa í burtu! Reynið að halda ró ykkar og vera róleg.

Haldið ykkur fjarri vötnum á vellinum – þar eru krókódílar og það sem verra er flóðhestar, sem geta verið afar hættulegir – þrátt fyrir mikla þyngd eru þeir fljótir og alls ekki hræddir við kylfinga eða kylfur þeirra!!!!!