
Hættulegustu golfvellir heims (9. grein af 10)
Einn hættulegasti golfvöllur í heimi er Skukuza golfvöllurinn við Kruger National Park í Suður-Afríku.
Hérna er tækifærið að fara á safari og blanda því saman við golfhring. Golfvöllurinn liggur í 45 mínútna fjarlægð frá Kruger National Park, sem er einn af stærsta svæði Suður-Afríku með villtum dýrum.
Ljón, fílar, hlébarðar, villisvín, buffalóar og mörg önnur dýr eru algengir gestir á golfvellinum.
Ef þið trúið þessu ekki ættuð þið að lesa sjálfsáhættuyfirlýsinguna, sem maður verður að skrifa undir áður en spilaður er hringur á vellinum.
Vitið þið hvað á að gera þegar þið eruð á Skukuza og þið rekist á eitthvert villidýrið? Alls ekki hlaupa í burtu! Reynið að halda ró ykkar og vera róleg.
Haldið ykkur fjarri vötnum á vellinum – þar eru krókódílar og það sem verra er flóðhestar, sem geta verið afar hættulegir – þrátt fyrir mikla þyngd eru þeir fljótir og alls ekki hræddir við kylfinga eða kylfur þeirra!!!!!
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open