NGA: Íslensku strákarnir komust ekki í gegnum niðurskurð í Flórída
Þórður Rafn Gissurarson, GR og Alexander Gylfason, GR, komust ekki í gegnum niðurskurð á 6. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series í Shingle Creek í gær. Þátttakendur í mótinu eru 126 og aðeins 35 efstu komust áfram og fá að leika í dag 3. hringinn til fjár. Ljósi punkturinn er að Alexander bætti sig um heil 9 högg milli hringja; spilaði fyrri daginn á 85 höggum en var á 76 höggum seinni daginn. Alexander lauk leik í 120. sæti á 17 yfir pari. Þórður Rafn deildi 116. sætinu, lék á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (76 79). Næsta mót á NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Lesa meira
Hættulegustu golfvellir heims (10. grein af 10)
Cape Kidnapper’s golfvöllurinn í Hawke’s Bay, á Nýja-Sjálandi er meðal hættulegustu golfvalla í heiminum …. þ.e.a.s. ef þið eruð lofthrædd. Golfvöllurinn er byggður ofan á klettum og útsýnið þaðan á Kyrrahafið er að sögn engu líkt. Á sex holum vallarins er gengið utan í klettunum eftir þröngu einstígi þar sem er 550 feta (183 metra) beint fall ofan í hafið. Það verður sérstaklega að herða upp hugann þegar 15. holan er spiluð sem nefnist „Sjóræningja-plankinn“ (ens. „Pirate’s Plank.“) Hér er gengið eftir golfbraut sem mjókkar stöðugt og endar á 60 feta víðri flöt, þar sem er frítt fall ofan í sjóinn. Það er mjög mikilvægt vera ekkert að ganga mikið Lesa meira
LET: Feng og Parker í 1. sæti í Dubai eftir 1. dag
Það eru Shanshan Feng og Florentyna Parker, sem deila forystunni eftir 1. dag Omega Dubai Ladies Masters, sem hófst í dag. Báðar spiluðu þær á 6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti eru Klara Spilkova frá Tékklandi, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Sahira Hassan, frá Wales, sem deila 3. sætinu, en þær léku allar á 5 undir pari, 67 höggum. Í 6. sæti eru síðan 8 kylfingar, sem allar léku á 4 undir pari, 68 höggum, en þ.á.m. er þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem var að tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA á lokaúrtökumótinu í Daytona Beach nú fyrr í mánuðnum. Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Harvie Ward? (2/2) 5. grein af 24 um „The Match“
Nú verður fram haldið með 2. hluta af kynningunni á Harvie Ward. Árið 1957 missti Harvie Ward stöðu sína sem áhugamaður í golfi skv. umdeildri ákvörðun bandaríska golfsambandsins. Hann mátti ekki lengur vera áhugamaður vegna þess að hann hafði þegið peninga frá styrktaraðilum golfmóta. Ákvörðuninni var snúið árið 1958. Aðalstyrktaraðili Harvie var Eddie Lowery, sem á þeim tíma var í framkvæmdanefnd (ens.: Executive Committee) hafði á rangan máta krafist skattaafsláttar fyrir peninga sem hann lét Ward fá, en Harvie Ward var enn á þeim tíma starfsmaður í bílasölu Lowery í San Francisco. Ward vissi ekkert af hverju hann missti stöðuna sem áhugamaður, hafði sjálfur ekkert gert til þess að missa Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Carlos Del Moral (4. grein af 28)
Spánverjinn Carlos del Moral er einn af 5 kylfingum sem rétt sluppu inn á Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 24.-29. nóvember s.l. Hann er ekki „nýr strákur“ á Evróputúrnum heldur einn af þeim, sem varð að fara aftur í Q-school til þess að halda keppnisrétti sínum. Það er annað en var upp á teningnum 2010 en þá náði Carlos del Moral þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar, en lokaúrtökumótið fór líka fram á PGA Golf Catalunya vellinum í Girona, á Spáni í desemberbyrjun, 4.-10. desember 2010. Hann er því öllum hnútum kunnur á PGA Golf Catalunya golfstaðnum. Carlos del Moral fæddist Lesa meira
NÝTT: Nýju stúlkurnar á LPGA: Christina Kim; Jordan Hardy; Ashley Simon; Mitsuki Katahira og Brianna Do (1. grein af 27)
Hér á næstu dögum verða þær 48 stúlkur kynntar sem hlutu keppnisrétt á LPGA mótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2013. Hafður verður sá háttur á að fyrst verða þær kynntar, sem hlutu takmarkaðan spilarétt þ.e. frá þeirri sem varð í 48. sætinu, Christinu Kim, til þeirra þriggja óheppnu af 7 sem deildu 17. sætinu og urðu að láta í minni pokann varðandi það að hljóta fullan keppnisrétt á LPGA. Síðan verða efstu 20 sem hlutu fullan keppnisrétt á LPGA kynntar í sérstakri grein um hverja og eina. Byrjað á þeim 4 heppnu í 17. sæti og endað á þeim tviemur, sem deildu 1. sætinu Moriyu Jutanugarn og Rebeccu Lee Bentham og hlutu þ.a.l. Lesa meira
Hvað er svona fyndið?
PUMA íþróttavörufyrirtækið stendur þessa dagana fyrir skemmtilegum leik. Lesendur eru beðnir að líta á myndina og geta sér til um hvað sé svona fyndið og leggja kylfingunum Ian Poulter og Adam Scott orð í munn. Hægt er að vinna sér inn vetrargolfföt ef tekst að fá þá hjá PUMA til að hlægja. Komast má á PUMA síðuna með leiknum með því að SMELLA HÉR: Nokkrar fyndnar tillögur hafa þegar borist, t.d.: „Hvað er þetta Rory? Enginn klósettpappír. Við höfðum ekkert að gera með það… í alvöru!“ Sent af: eamxs88, á Bretlandi. „Ég gef þér klukkutíma eða svo – ég var að taka frídropp þarna“ Sent af: Alimoor, á Bretlandi. „Hvar er pútterinn Lesa meira
GR: Aðalfundur kl. 20:00 í kvöld í Golfskálanum Grafarholti
Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur, fjölmennasta golfklúbbs landsins, verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Allir félagar í GR eru hvattir til að mæta. Heimild: Heimasíða Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og því 16 ára í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Í fyrra hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA. Nú í sumar keppti Stefanía Elsa í telpnaflokki 15-16 ára á Unglingamótaröð Arion banka með góðum árangri. Þannig varð Stefanía Elsa í 6. sæti á fyrsta móti mótaraðarinnar uppi á Skaga hún varð í verðlaunasæti þ.e. 3. sætinu á 3. mótinu í Korpunni og í 10. sætinu á Íslandsmótinu í höggleik. Stefanía Elsa varð í 2. sæti í Meistaraflokki á Meistaramóti GA 2012, sem er glæsilegur árangur 15 ára telpu! Eins er eftirminnileg framganga Stefaníu Elsu í Lesa meira
PGA: Camilo Villegas komst ekki í gegnum lokaúrtökumót PGA – Kim yngstur til að komast í gegn
Dagana 28. nóvember – 3. desember fór fram lokaúrtökumót PGA Tour á PGA West golfvellinum í La Quinta, Kaliforníu. Að þessu sinni voru 165 kylfingar sem reyndu að komast í gegnum 6 hringja lokaúrtökumótið. Meðal þeirra sem komust í gegn voru hjartaþeginn Eric Compton, 32 ára og 17 ára kóreanskur strákur Si Woo Kim, sem er sá yngsti til að komast í gegn, en hlýtur ekki þátttökurétt á PGA Tour fyrr en á 18 ára afmæli sínu 28. júní 2013. Landi Kim, Dong hwan-Lee varð í 1. sæti á lokaúrtökumótinu en sá sem varð í 2. sæti er Englendingurinn Ross Fisher. Meðal annarra þekktra evrópskra kylfinga, sem komust í gegn er Lesa meira









