Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2012 | 08:00

Florida Professional Golf Tour: Nökkvi lauk keppni í Riviera Open

Nökkvi Gunnarsson, NK, spilar á Florida Professional Golf Tour og tók nú um helgina þátt í Riviera Open.

Mótið fór fram í Riviera Country Club, á Ormond Beach í Flórída, 1.-2. desember s.l.

Þátttakendur voru 124 og þetta var gríðarlega sterkt mót. Þeir 37 sem efstir voru eftir 2. hring kepptu til fjár á 3. hring.

Nökkvi lauk keppni á samtals 148 höggum (77 71) og varð í 100. sæti.

Sigurvegari varð „heimamaðurinn“ JC Home en hann átti titil að verja og tókst að hafa betur í mótinu en PGA Tour keppan Matt Every, sem einnig tók þátt.

Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: