
PGA: Rory McIlroy kylfingur ársins – John Huh nýliði ársins
Talsmaður PGA Tour tilkynnti í dag að Rory McIlroy hefði verið valinn kylfingur ársins á PGA Tour.
Jafnframt var John Huh útnefndur nýliði ársins. Sjá má kynningu Golf 1 á John Huh með því að SMELLA HÉR:
Rory, 23 ára, er sá yngsti til þess að hljóta titilinn kylfingur ársins frá því að Tiger hlaut titilinn 1998. Hann hlýtur fyrir það hin svonefndu Jack Nicklaus verlaun. Rory vann 4 sinnum á PGA Tour í ár þ.e. á The Honda Classic, PGA Championship, Deutsche Bank Championship og BMW Championship.
Það voru félagarnir á Túrnum sem kusu þá Rory og Huh.
Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour sagði m.a. af þessu tilefni: „Fyrir hönd PGA Tour vil ég þakka Rory og John fyrir frábæra frammistöðu þeirra þetta keppnistímabil.“
McIlroy var valinn kylfingur ársins umfram þá Jason Dufner, Brandt Snedeker, Bubba Watson og Tiger Woods, sem einnig höfðu verið tilnefndir.
John Huh
Huh, 22 ára, var eini nýliðinn sem spilaði á TOUR Championship og þar með aðeins 5. nýliðinn til þess að ná svo langt frá því FedExCup varð hluti af PGA Tour árið 2007.
Hann er líka sá yngsti til að spila á TOUR Championship frá árinu 2001, þegar Sergio Garcia spilaði í mótinu 21 árs.
Huh sigraði á fyrsta PGA móti sínu, Mayakoba Golf Classic í febrúar, þar sem hann lenti í eftirminnilegu 8 holu umspili við Robert Allenby. Huh varð í 29. sæti á FedExCup og í 28. sæti á opinbera peningalistanum (hlaut $2,692,113) og var 4 sinnum meðal efstu 10 í mótum þ.á.m. T-2 á Valero Texas Open.
Huh, sem fæddist í New York City og býr sem stendur fyrir utan Dallas er fyrsti kylfingurinn af kóresku bergi brotinn til þess að verða valinn nýliði ársins á PGA Tour.
Huh var tekinn fram fyrir Charlie Beljan, Jonas Blixt, Bud Cauley og Ted Potter, Jr.
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING