
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Morten Örum Madsen (3. grein af 28)
Morten Örum Madsen er einn af 4 kylfingum, sem urðu í 16. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni og marði hann því rétt að komast inn og hljóta kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2013. Hann er jafnframt hinn Daninn sem að þessu sinni hlaut kortið sitt í gegnum Q-school en landi hans Lasse Jensen, sem varð í 24. sæti var kynntur til sögunnar í gær.
Morten er fæddur í Silkeborg, Danmörku 9. apríl 1988 og varð því 24 ára á árinu. Morten gerðist atvinnumaður 2011 og er sem stendur nr. 456 á heimslistanum.
Áhugamál Morten eru fótbolti, handbolti og líkamsrækt.
Þetta er í fyrsta sinn sem Morten reynir að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school og reyndar var hann bara að reyna að bæta stöðu sína því hann var búinn að tryggja sér kortið sitt með 19. sæti á Áskorendamótaröðinni.
Hann átti ágætis ár á Áskorendamótaröðinni varð m.a. T-2 á the Pacific Rubiales Colombia Classic, en þaðan kom hann af Nordea túrnum, sem hann spilaði á 2011. Á Áskorendamótaröðinni í ár varð hann líka meðal 10 efstu í M2M Russian Challenge Cup og Scottish Hydro Challenge.
Það verður gaman að fylgjast með Morten á fyrsta ári sínu á Evrópumótaröðinni og spennandi að sjá hvað hann gerir!
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC