Heimavöllur Alfreðs Brynjar, Leirdalsvöllur er líka einn af uppáhaldsgolfvöllum hans á Íslandi. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2012 | 10:30

GKG: 7,7 milljón króna hagnaður í rekstri klúbbsins

Um 75 félagar mættu á aðalfund GKG sem haldinn var fimmtudaginn 19. nóvember síðastliðinn.

Fundurinn fór vel fram, umræður spunnust um ýmis málefni og almennt má segja að bjartsýni ráði ríkjum í herbúðum GKG.

Klúbburinn skilaði 7,7 milljónum í hagnað, langtímaskuldir eru engar og hafa allar fjárfestingar síðustu ára verið staðgreiddar.

Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, sveit GKG varð íslandsmeistari í 1. deild karla, Ragnar Már Garðarsson varð Íslandsmeistari í höggleik flokki 17-18 ára, Sveit GKG varð íslandsmeistari pilta 16-18 ára, Gunnhildur Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna 15-16 ára, María Guðnadóttir varð Íslandsmeistari eldri kylfinga 50+  og Jónína Pálsdóttir varð Íslandsmeistari í 2. fl. kvenna 35+. Upp úr stendur þó glæsilegt afrek Ragnars Más Garðarssonar þegar hann sigraði á Duke of York Champions mótinu.

Á fundinum var farið yfir könnun sem gerð var meðal félagsmanna. Það helsta sem stendur þar upp úr er að félagsmenn leggja gríðarlega áherslu á að nýtt félagsheimili rísi sem allra fyrst. Núverandi félagsheimili er löngu sprungið og getur á engan hátt staðið undir þeirri starfsemi sem nú er í gangi hjá klúbbnum. Þá er almenn óánægja með stutta spils æfingaaðstöðu utanhúss. Almenn ánægja er með þróun golfvalla GKG og hvetja félagsmenn til þess að unnið sé áfram með sama hætti varðandi framgang þeirra.

Fundargerð aðalfundar má nálgast með því að SMELLA HÉR:

Heimild: Heimasíða GKG