Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 18:00

GK: Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fer fram í kvöld kl. 19:30

Þá er komið að árlegum aðalfundi golfklúbbsins Keilis fyrir starfsárið 2012. Fundurinn verður haldinn í kvöld, mánudaginn 10. desember klukkan 19:30 í Golfskálanum. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Stjórnarkosning 5. Kosning endurskoðenda 6  Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir á aðild að 7. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2013 8. Önnur mál Útkoma úr viðhorfskönnun Keilis verður kynnt á fundinum. Heimild: GK

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 12:00

John Daly með nýjan drykk: „Grip it and sip it!“

John Daly drekkur ekki lengur– 4 ár í maí,“skrifaði John Daly á Twitter — en áfengi mun nú að nýju verða hluti af lífi hans, þar sem hann er að markaðssetja nýjan drykk sem almennt gengur undir heitinu „grip it and sip it“ vestra sem er útúrsnúningur af stíl John Daly í golfinu: „grip it and rip it“. Drykkur Daly heitir réttu nafni The Original John Daly Cocktail og kemur í þremur bragðtegundum, en original drykkurinn inniheldur: sættt te, límónaði og vodka. Þetta markaðsátak er svar frá reiðum John Daly vegna allskyns kráa og bar-a sem bjóða upp á John Daly drykki (þ.e. uppáhaldsdrykk Daly hér áður fyrr, blöndu af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 11:30

Hættulegustu golfvellir heims nr. 11

Þær greinar sem verið hafa hvað vinsælastar hér á Golf1 að undanförnu eru greinarnar um hættulegustu golfvelli heims. Upphaflega var ætlunin að hafa greinarnar um hættulegustu vellina, aðeins 10 greina greinaflokk, en ákveðið hefir verið að bæta 2 hættulegum golfvöllum við vegna góðra undirtekta og e.t.v. enn fleirum síðar, ef góðar ábendingar fást eins og í þessum tveimur tilvikum. Sá fyrri, sem nefndur verður til sögunnar í dag, er Kantarat golfvöllurinn á Don Mueang flugvellinum í Bankok, Thailandi. Það eru margir golfvellir í námunda við stærstu flugvelli heims og er það ekki hættulaus staðsetning, ef flugvél skyldi nú t.a.m. hrapa í lendingu. En telja verður Kantarat völlinn, sem er 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 07:00

Sólskinstúrinn: Scott Jamieson sigraði á Nelson Mandela Championship

Það var Skotinn Scott Jamieson, sem bar sigur úr býtum í Nelson Mandela Championship, sem var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska. Þeir Jamieson og Jaco Zyl, frá Suður-Afríku, brutu blað í golfsögu Evrópumótaraðarinnar, en þeir komu báðir inn á lægsta skori í sögu mótaraðarinnar, 57 höggum á seinni degi mótsins, í gær. Reyndar er þetta skor ekki alveg að marka, en það samsvarar 8 undir pari, sem sagt 62 höggum hefði völlurinn verið af „standard“ par-lengd þ.e. par 70.  Vegna mikilla rigninga var pari vallarins hins vegar breytt úr par-70 í par-65, þar sem sumir partar vallar Royal Durban golfklúbbsins í Suður-Afríku voru hreinlega óspilanlegir vegna vatnselgs. Scott Jamieson varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 20:00

Viðtalið: Ólafur Stolzenwald, GHR.

Viðtalið í kvöld er við varaformann Golfklúbbsins á Hellu.  Hann er prentsmiðjustjóri sem m.a. hefir gefið út sögu GHR, en klúbburinn átti 60 ára afmæli s.l. sumar. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Ólafur Stolzenwald. Klúbbur: GHR – Golfklúburinn Hellu Rangárvöllum. Hvar og hvenær fæddistu?  Á Hellu, 8. október 1961. Hvar ertu alinn upp?  Ég er fæddur og uppalinn í þorpinu á Hellu, Leikskálum 2.  Það hús er reyndar hrunið, fór í jarðskjálftanum 2000. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Systir mín spilar golf og sonur minn, Egill Elfar, er að byrja – og svo er það bara ég, sem er með þessa dellu.  Það gengur ekki alltof vel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak – 9. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og því 9 ára í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Áskorendamótaröð Arion banka s.l. sumar. Þannig sigraði Kinga t.d. í 2. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, 2. júní í sumar, í flokki 14 ára og yngri, þó Kinga hafi, eins og svo oft áður verið að spila við sér miklu eldri stelpur. Sigurskor Kingu , sem þá var 8 ára, voru 90 högg! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru:  Oliver Tom Kite, 9. desember 1949 (63 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (4/9) 9. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Joakim Lagergren (8. grein af 28)

Það voru 4 kylfingar sem deildu 20. sætinu á lokaúrtökumót European Tour, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, 24.-29. nóvember s.l. Einn var kynntur í gær, Skotinn Callum Macaulay, síðan eru það Sam Little frá Englandi og Svíinn Oscar Floren og síðan landi Floren sem kynntur verður lítillega í dag: Joakim Lagergren. Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því nýorðinn 21 árs. Hann  á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Haley Millsap, Marina Alex, Maria Hernandez, Amelia Lewis og Hanna Kang (5. grein af 27)

Í dag verða þær 5 stúlkur kynntar sem urðu í 27. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 5, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru: 1. Haley Millsap Haley Elizabeth Millsap fæddist 11. janúar 1990 og er því 22 ára. Hún er dóttir William og Johönnu Millsap. Hún er nýútskrifuð frá University of Mississippi þar sem hún útskrifaðist með gráðu í mótttökustjórnun (ens. hospitality management ásamt viðskiptafræði sem undirgrein). Haley spilaði öll 4 árin með kvennagolfliði Univeristy of Mississippi. Haley segir að uppáhaldskvikmynd sín sé Guardian … draumahringurinn hennar væri með: Jack Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 14:15

LET: Tinna á 76 höggum á 4. degi í Lalla Aïcha Tour School 2013

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði, tekur um þessar mundir þátt í úrtökumóti fyrir LET í Marokkó, Lalla Aïcha Tour School 2013. Hún lék á 76 höggum á 4. degi mótsins en mótið fer fram í Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, í Marokkó. B-riðillinn, sem Tinna leikur í spilaði á Al Maaden golfvellinum í dag. Samtals er Tinna búin að spila á 8 yfir pari, 296 höggum (74 72 74 76) og er sem stendur í 50. sæti þ.e. fór niður um 8 sæti frá því í gær. Sætisröðun gæti þó enn raskast eitthvað því nokkrar eiga eftir að skila sér í hús í B-riðlinum. Frænka Lesa meira