Ben Hogan
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (3/9) 8. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma.  Hér fer 3. hlutinn í kynningunni á Hogan:

Á árunum 1938 -1959 vann Hogan 63 mót, sem atvinnumaður þrátt fyrir að hlé hafi verið gert á flestöllum golfleik í 2. heimsstyrjöldinni, en þá var Hogan á blómaskeiði ferils síns og eins lenti hann í slysi sem  stofnaði öllum ferli hans í hættu.

Hogan og kona hans Valerie, lifðu af árekstur við Greyhound rútu í mikilli þoku á brú austur af  Van Horn, Texas 2. febrúar 1949. Hogan henti sér yfir konu sína Valerie til þess að vernda hana og myndi hafa drepist hefði hann ekki gert svo, þar sem stýrið gaf sig í bílstjórasætinu.  Eftir slysið var Hogan, þá 36 ára, með tvöfalt brot á mjöðm, með brotið viðbein og vinstri ökklann brotinn. Auk þess var rif brákað og hann fékk blóðtappa, sem næstum drógu hann til dauða. Hann átti alla ævi eftir það í vandræðum með blóðrásina og átti auk þess að etja við alskyns líkamlegar hindranir. Læknar hans sögðu að hann myndi aldrei ganga aftur, hvað þá spila golf í keppnum.

Hogan yfirgaf sjúkrahúsið 1. apríl, 59 dögum eftir slysið.

„Hogan Slam“ keppnistímabilið

Sigurinn á Carnoustie var aðeins hluti af niðurrigndu 1953 keppnistímabili Ben Hogan, þar sem hann vann 5 af 6 mótum sem hann tók þátt í og fyrstu 3 risamót ársins  (afrek sem gengur undir nafninu „Hogan Slam“).  Þetta er enn eitt af bestu keppnistímabilum einstaklings í golfsögunni. Hogan 40 ára, gat ekki keppt – o.þ.a.l. unnið PGA Championship 1953 (til þess að fullkomna Grand Slam-ið) vegna þess að mótið fór fram 1.-7. júlí á sama tíma og Opna breska (6.-10. júlí) sem Hogan vann. Þetta er enn eina skiptið sem kylfingur hefir sigrað á 3 fyrstu risamótum á ári; Tiger Woods vann 3 síðustu mótin árið 2000 og fyrstu 3 árið 2001. Hogan sleppti oft að spila í PGA Championship eftir því sem leið á ferilinn. Það voru 2 ástæður fyrir þessu: Í fyrsta lagi var PGA Championship til ársins 1958 holukeppni og höggleikur voru ær go kýr Hogan – þ.e. „shooting a number“ eins og það heitir upp á engilsaxnesku – þ.e. honum þótti gaman að vandvirknislega skipuleggja og framkvæma áætlun til þess að ná ákveðnu skori á hring á ákveðnum velli (jafnvel ofan í smæstu smáatriði eins og að hafa 7una ekki í pokanum á Opna bandaríska, sem fram fór á Merion vellinum, vegna þess að það væru engin 7-högg á vellinum).  Önnur ástæðan var sú að á PGA Championship voru nokkrir 36 holu hringir og eftir bílslysið 1949 átti Hogan í brasi að spila meira en 18 holur á dag.  Þeir 9 risamótstitlar sem Hogan vann setja hann (ásamt Gary Player) í 4. sætið yfir þá sem unnið hafa flesta risatitla. Aðeins  Jack Nicklaus (18), Tiger Woods (14) og Walter Hagen (11) hafa sigrað í fleiri risamótum.

Heimild: Wikipedia