Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 10:15

Asíutúrinn: Charl Schwartzel vann yfirburðasigur á Thailand Golf Championship

Það var Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Thailand Golf Championship. Hann var á samtals skori upp á 25 undir pari, 263 höggum (65 65 68 65) og átti 11 högg á næstu menn sigurvegara The Masters, Bubba Watson og „heimamanninn“ Thitiphun Chuayprakong, sem voru á 14 undir pari, hvor.

Í 4. sæti varð Sergio Garcia á samtals 12 undir pari, 276 höggum (69 69 70 68).

Hyun-bin Park frá Suður-Kóreu varð í 5. sæti á 11 undir pari, 277 höggum (68 74 67 68).

Síðan voru 5 kylfingar sem deildu 6. sætinu þ.á.m. sænsk-indverski kylfingurinn Daniel Chopra á samtals 10 undir pari og 4 sem deildu 11. sætinu á samtals 9 undir pari, en þeirra má meðal voru Lee Westwood og Ryo Ishikawa.

Til þess að sjá úrslitin í Thailand Golf Championship SMELLIÐ HÉR: