Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 09:45

Peter Senior sigraði á Australian Open

Það var Ástralinn Peter Senior sem sigraði á Opna ástralska (ens.: Australian Open). Senior spilaði á samtals 284 höggum (75 68 69 72). Með sigrinum varð Senior sá elsti til þess að sigra á Opna ástralska eða 53 ára!

Í 2. og 3. sæti voru einnig „heimamenn“ þ.e. Brendan Jones var aðeins 1 höggi á eftir Senior og landaði 2. sætinu og Cameron Percy var enn öðru höggi á eftir í 3. sæti.

Fjórða sætinu deildu 3 kylfingar á samtals 287 höggum hver, 3 höggum á eftir Peter Senior, en þeirra á meðal var Englendingurinn Justin Rose.

Adam Scott varð í 14. sæti á samtals 290 höggum, 6 höggum á eftir Senior og Tom Watson endaði í 28. sæti sem er stórglæsilegt en svo virtist í mótinu að hann gæti aðeins spilað 2. hvern hring vel, skorið: 78 68 78 69.

Til þess að sjá úrslitin á Australian Open SMELLIÐ HÉR: