Miguel Angel Jiménez
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 10:55

Evróputúrinn: Jiménez kylfingur nóvembermánaðar

Miguel Angel Jiménez hefir verið útnefndur kylfingur nóvembermánaðar á Evróputúrnum eftir metsigur hans á UBS Hong Kong Open.

Jiménez bætti við einum titilinum enn við þá sem hann vann í Kína 2005 og 2008 í Fanling. Það sem stóð upp úr hér var þó að Spánverjinn skrifaði sig í sögubækurnar fyrir að vera elsti sigurvegari á Evróputúrnum.

Jimenéz var  48 ára og 318 daga gamall þegar hann sigraði í UBS Hong Kong Open.

Fyrra metið átti Írinn Des Smyth, sem 48 ára og 34 daga gamall vann  Madeira Islands Open, árið 2001.