Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 21:00

Golfgrín á laugardegi

Maður var á göngu eftir götu þegar hann varð fyrir aðkasti manns sem var sérlega skítugur og illa til fara og þar að auki heimilislaus.

Heimilislausi maðurinn

Hann bað þann sem hann var að ónáða um nokkrar krónur fyrir mat.

Sá ónáðaði tók upp veskið sitt, rétti manninum 2000 krónur og spurði: „Ef ég læt þig hafa þennan pening, ætlarðu þá að kaupa bjór fyrir hann í staðinn fyrir mat?“

„Nei, ég hætti að drekka fyrir áratugum síðan,“ sagði heimilislausi maðurinn.

„Muntu þá nota peninginn til þess að borga vallargjöld og spila golf í staðinn fyrir að nota peninginn til að kaupa mat?“ spurði maðurinn.

„Ertu geggjaður?“ svaraði sá heimilislausi. „Ég hef ekki spilað golf í 20 ár!!!“

„Nú,“ sagði maðurinn. „Ég ætla ekki að láta þig fá peninginn. Í staðinn ætla ég að bjóða þér heim í sturtu og í frábæran mat konunnar.“

Sá heimilislausi varð aldeilis hissa.

„Verður konan þín ekki algerlega brjáluð, ef þú býður mér með þér?“

„Þetta er allt í lagi,“ svaraði maðurinn. „Það er mikilvægt fyrir hana að sjá hvernig maður lítur út þegar maður hefir hætt drykkju og golfleik!!!“