Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 19:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Sveinsdóttir – 8. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Sveinsdóttir. Ágústa er fædd 8. desember 1954. Hún er í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum s.l. sumar og er yfirleitt meðal efstu keppenda.   Sjá má viðtal við Ágústu sem birtist hér á Golf 1 fyrir um ári síðan SMELLIÐ HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu til hamingju með daginn hér að neðan:

Ágústa Sveinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið Ágústa!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948;  Edward Harvie Ward Jr., (f.8. desember 1925 – d.4. september 2004  – Einn af söguhetjum „The Match“ sem Golf1 er með kynningu á nú fyrir jól!);  Ragnar Guðmundsson, rakari, GV 8. desember 1940 (72 ára);  Brandt Snedeker, 8. desember 1980 (32 ára);  Tiffany Joh, 8. desember 1986 (26 ára); Kimberley Crooks, 8. desember 1990 (22 ára) …. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is