Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 07:00

Sólskinstúrinn: Morten Örum Madsen í forystu ásamt Tim Clark eftir 1. dag Nelson Mandela Championship

Danski nýliðinn á Evrópumótaröðinni Morten Örum Madsen er þegar kominn í golffréttirnar, en hann er einn af þeim kylfingum, sem Golf 1 er að kynna þessa daganna í greinaflokknum „Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013.“ SMELLIÐ HÉR:

Örum Madsen varð í 16. sæti  á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, í lokaúrtökumóti, sem fram fór 24.-29. nóvember í s.l. mánuði og tryggði sér þar með keppnisrétt 2013 á Evrópumótaröðinni.

Örum Madsen er þegar að slá í gegn á fyrsta móti sínu þ.e. Nelson Mandela Championship styrkt af ISPS Handa, í Suður-Afríku.

Hann sagði um mikla spilamennsku sína að undanförnu: „Ég átti 3 daga heima eftir að ég kom úr Q-school og þar til ég flaug hingað (til Suður-Afríku). Ég var svolítið þreyttur eftir Q-school, en á sama tíma spenntur að koma hingað. Þetta er draumurinn og ég gat ekki beðið eftir að hefja leik.“

Mótið átti að standa dagana 6.-9. desember en öll skor fyrstu 2 dagana voru ónýtt og fyrsti hringurinn spilaður í gær vegna mikilla rigninga, sem truflað hafa mótshald.

Jafnframt var pari vallarins breytt og völlurinn styttur þ.e. par og lengd golfvallar Royal Durban Golf Club breytt úr par 70 6,194 metra (6,773 yarda) velli  í par 65, 5,594 metra (5,133 yarda) allt vegna rigningaúrhellisins, sem gert hefir hluta vallarins óspilanlegan.  Mótið hefir jafnframt verið stytt í 36 holu mót og verður lokahringurinn spilaður í dag.

Eftir fyrri dag (þ.e. sem spilaður var í gær 8. desember) er nýliðinn Morten Örum Madsen í 1. sæti ásamt Tim Clarke frá Suður-Afríku á 5 undir pari, 60 höggum.

Þeir eru með 1 höggs forskot á „heimamanninn“ Lindani Ndwandwe og enska nýliðann Chris Lloyd.

Tíu kylfingar, þ.á.m. Englendingurinn David Horsey deila síðan 5. sætinu eru á 3 undir pari, 62 höggum.

Lokahringurinn er þegar hafinn og verður Golf 1 með úrslitafrétt síðar í dag.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Nelson Mandela Championship  SMELLIÐ HÉR: