
John Daly með nýjan drykk: „Grip it and sip it!“
John Daly drekkur ekki lengur– 4 ár í maí,“skrifaði John Daly á Twitter — en áfengi mun nú að nýju verða hluti af lífi hans, þar sem hann er að markaðssetja nýjan drykk sem almennt gengur undir heitinu „grip it and sip it“ vestra sem er útúrsnúningur af stíl John Daly í golfinu: „grip it and rip it“.
Drykkur Daly heitir réttu nafni The Original John Daly Cocktail og kemur í þremur bragðtegundum, en original drykkurinn inniheldur: sættt te, límónaði og vodka.
Þetta markaðsátak er svar frá reiðum John Daly vegna allskyns kráa og bar-a sem bjóða upp á John Daly drykki (þ.e. uppáhaldsdrykk Daly hér áður fyrr, blöndu af sætu te-i, límónaði og vodka.)
„Nafn mitt er ólöglega á 14 vínlistum, sem er ekki sanngjarnt í minn garð, þannig að ég verð bara að koma með minn eiginn John Daly drykk, sem er betri,“tvítaði Daly.
Fyrir tveimur árum bað Daly jafnvel aðdáendur sína um aðstoð á Twitter, en þar skrifaði hann: „Til allra aðdáenda minna þarna úti sem fara á bari og eru viðstaddir viðburði …. ég leita eftir aðstoð ykkar – viljið þið láta mig vita af prentuðum vínlistum og auglýsingum sem auglýsa John Daly drykki helst með ljósmynd og/eða tvíti um staðsetningu barsins og tegund sæta tesins. Takk fyrir!“
Til að byrja með verður nýji John Daly drykkurinn aðeins til sölu í Kaliforníu, Nevada og Arizona.
„Ég drekk ekki lengur en ég er þreyttur á því að fólk noti nafnið mitt og bjóði upp á slæman John Daly. Drykkurinn minn er frábær,“ tvítaði Daly.
Heimild: Golf Digest
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ