Kinga Korpak, is of polish decent and one of the youngest competing on the Icelandic Junior Challenge Tour only 11 yrs old. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak – 9. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og því 9 ára í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Áskorendamótaröð Arion banka s.l. sumar. Þannig sigraði Kinga t.d. í 2. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, 2. júní í sumar, í flokki 14 ára og yngri, þó Kinga hafi, eins og svo oft áður verið að spila við sér miklu eldri stelpur. Sigurskor Kingu , sem þá var 8 ára, voru 90 högg!

Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru:  Oliver Tom Kite, 9. desember 1949 (63 ára) Anaïs Maggetti, frá Sviss, 9. desember 1990 (22 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is