Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 14:15

LET: Tinna á 76 höggum á 4. degi í Lalla Aïcha Tour School 2013

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði, tekur um þessar mundir þátt í úrtökumóti fyrir LET í Marokkó, Lalla Aïcha Tour School 2013.

Hún lék á 76 höggum á 4. degi mótsins en mótið fer fram í Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, í Marokkó.

B-riðillinn, sem Tinna leikur í spilaði á Al Maaden golfvellinum í dag.

Samtals er Tinna búin að spila á 8 yfir pari, 296 höggum (74 72 74 76) og er sem stendur í 50. sæti þ.e. fór niður um 8 sæti frá því í gær. Sætisröðun gæti þó enn raskast eitthvað því nokkrar eiga eftir að skila sér í hús í B-riðlinum.

Frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods, sem líka spilar í úrtökumótinu er sem stendur í 24. sætinu, spilaði á 1 undir pari, 287 höggum (74 74 69 70).

Þær sem berjast um efsta sætið í B-riðli eru „heimakonan“ Maha Haddoui og enska stúlkan Holly Clyburn. Báðar eru hnífjafnar á 14 undir pari samtals, en eiga eftir að spila 4 holur þegar þetta er ritað.

Til þess að sjá stöðuna í B-riðli Lalla Aïcha Tour School 2013 í Marokkó eftir 4. dag  SMELLIÐ HÉR: