Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (4/9) 9. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma.  Hér fer 4. hlutinn í kynningunni á Hogan:

Ben Hogan er þekktur fyrir að hafa verið bestur í golfslætti í allri golfsögunni. Þó hann hafi átt farsælan feril hvað snertir að sigra í mótum, þá er sveifla hans það heldur uppi orðspori hans á okkar tímum.

Hogan var þekktur fyrir það að æfa meira en nokkur annar kylfingur af samtíðamönnum sínum og er sagður hafa „fundið upp æfingar.“ Um þetta atriði sagði Hogan: „Þið heyrið sögur um að ég hafi verið að slá úr mér allt vit á æfingasvæðinu, en …. ég var bara að skemmta mér. Ég gat ekki beðið eftir að vakna á morgnanna til þess að ég gæti farið að slá bolta. Þegar ég slæ boltann þangað sem ég vil, hart og stökkt þá er það gleði sem fátt fólk upplifir. Hann var líka einn af fyrstu kylfingunum til þess að festa ákveðnar kylfur við ákveðna lengd í yördum eða viðmiðunarpunktum um völlinn s.s. glompur eða tré til þess að bæta fjarlægðarstjórnun sína.

Hogan taldi að golfsveifla einstaklingsins „væri í skítnum“ (ens. „in the dirt“) og að ná tökum á henni þarfnaðist mikilla æfinga og endurtekninga. Hann er líka þekktur fyrir að hafa varið árum í að hugsa um golfsveifluna og reyna margar kenningar og aðferðir áður en hann kom sér niður á sína aðferð sem færði honum besta skeið árangurs hans.

Þegar Hogan var ungur voru það húkkin sem háðu honum illilega. Hann var aðeins 1,70 á hæð og 64 kíló og þess vegna var hann uppnefndur Bantam, sem honum líkaði illa við – hann var oft mjög langur af teig snemma á ferli sínum og tók jafnvel þátt í sleggjumótum.

Því hefir verið haldið fram að Hogan hafi notað „sterkt“ grip fyrir slysið 1949 þrátt fyrir að hafa oft á tíðum æft „veikt“ grip, með vinstra handarbak miðað á skotmarkið og að það hafi takmarkað árangur hans eða a.m.k. stöðugleika hans (skv. bók John Jacobs:  ‘Fifty Greatest Golf Lessons of the Century’).

Jacobs heldur því fram að hann hafi þessar upplýsingar frá Byron Nelson og að Hogan hafi þróað og notað „sterkt grip“ sem strákur til þess að vera fær um að slá boltann jafnlangt og stærri, sterkari samtíðarmenn. Sterka gripið hafði þær afleiðingar að Hogan sló stundum hrikaleg snapp húkk. Nelson og Hogan ólust báðir upp í Forth Worth, Texas og þeir spiluðu mikið saman sem unglingar.

Seinni tíma sveifla Hogan var sú sem nefnd hefir verið „Hogan Fade“ en þá er boltaflugið lægra en venjulega hjá frábærum kylfingum og frá vinstri til hægri. Þetta boltaflug var niðurstaða þess að nota drag sveiflu í sameiningu með veiku gripi, samsetning sem þó útilokaði alls ekki möguleikann á húkki.

Hogan spilaði og æfði golf berhentur þ.e. spilaði eða æfði án þess að nota hanska. Moe Norman gerði slíkt hið saman þ.e. lék og æfði án þess að nota golfhanska. Báðir þessir kylfingar eru/voru þeir bestu í golfslætti í golfsögunni, jafnvel Tiger Woods hefir sagt að þeir hafi verið einu kylfingarnir sem „hafi átt sveiflur sínar“ þ.e. þeir höfðu algera stjórn á henni og þ.a.l. boltafluginu.

Hér má sjá myndskeið af golfsveiflu Ben Hogan SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: Wikipedia