
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Joakim Lagergren (8. grein af 28)
Það voru 4 kylfingar sem deildu 20. sætinu á lokaúrtökumót European Tour, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, 24.-29. nóvember s.l. Einn var kynntur í gær, Skotinn Callum Macaulay, síðan eru það Sam Little frá Englandi og Svíinn Oscar Floren og síðan landi Floren sem kynntur verður lítillega í dag: Joakim Lagergren.
Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því nýorðinn 21 árs. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum og ákvað að hann ætlaði að verða eins og stjúpi sinn, en hann er enn þjálfari Joakim.
Lagergren gerðist atvinnumaður 2010 og byrjaði ferilinn í the Nordic League. Með þremur sigrum á þeirri mótaröð ávann hann sér kortið sitt á Áskorendamótaröðinni 2011 og hann varð 86. á stigalistanum, en besta frammistaða hans var í Norwegian Challenge, þar sem hann landaði 6. sætinu. Hann vann undanúrtökumótið í Q-school á El Valle Golf Resort, áður en hann tók 12. kortið á lokaúrtökumótinu í Girona 2011. Í ár varð Joakim aftur að fara í Q-school, en stóð sig lakar en í fyrra skiptið, endaði sem áður segir í 20. sæti.
Áhugamál Joakim fyrir utan golfið er tónlist en hann er mikill aðdáanda sænsku hljómsveitarinnar Swedish House Mafia.
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi