Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Haley Millsap, Marina Alex, Maria Hernandez, Amelia Lewis og Hanna Kang (5. grein af 27)

Í dag verða þær 5 stúlkur kynntar sem urðu í 27. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 5, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru:

1. Haley Millsap

Haley Millsap

Haley Elizabeth Millsap fæddist 11. janúar 1990 og er því 22 ára. Hún er dóttir William og Johönnu Millsap. Hún er nýútskrifuð frá University of Mississippi þar sem hún útskrifaðist með gráðu í mótttökustjórnun (ens. hospitality management ásamt viðskiptafræði sem undirgrein). Haley spilaði öll 4 árin með kvennagolfliði Univeristy of Mississippi.

Haley segir að uppáhaldskvikmynd sín sé Guardian … draumahringurinn hennar væri með: Jack Nicklaus, Bubba Watson og Juli Inkster Uppáhaldsmálsháttur Haley er: „Yesterday is history; tomorrow is a mystery. Today is a gift – that’s why we call it the present“ … Uppáhaldsleikfang: Slinky … Uppáhaldsnammi: Peanut Butter M&M’s.  Þetta er fyrsta tilraun Haley til þess að komast á LPGA og hún byrjar vel!

Lesa má um afrek Haley á golfsviðinu í menntaskóla og háskóla í Bandaríkjunum með því að SMELLA HÉR:

2. Marina Alex

Marina Alex

Marina fæddist 2. ágúst 1990 og er því 22 ára. Hún er frá Wayne, í New Jersey.  Foreldrar hennar eru Steve  og Marissa Alex og hún á einn bróður,  Anthony.  Hún er auk þess að vera frábær kylfingur virkilega góður námsmaður en í háskóla var hún félagi í National Honor Society og Italian National Honor Society. Í menntaskóla var meðaleinkunn hennar 10 (eða 4 eftir bandarísku einkunarkerfi).  Hún valdi Valderbilt háskólann fram yfir Wake Forest, Princeton og Tennessee, sem allir vildu fá hana í golflið sitt. Til þess að sjá myndskeið þar sem viðtal er tekið við Marinu meðan hún er enn efstibekkingur í golfliði Vanderbilt háskólans SMELLIÐ HÉR: 

3. Maria Hernandez

Maria Hernandez

Maria Hernandez fæddist 24. mars 1986 í Pamplona á Spáni og er því 26 ára. Maria var í golfliði Purdue í Bandaíkjunum þar sem hún nam stjórnun. Hún gerðist atvinnumaður 1. janúar 2010 eftir að hafa orðið í 10. sæti í Q-school LET og komst þar inn í fyrstu tilraun sinni.

Hernandez  var nýliði á Evrópumótaröð kvenna 2010 og strax þá skaraði hún fram úr og vann m.a. glæstan sigur á Allianz Ladies Slovak Open, þar sem hún bar sigurorð af áströlsku stúlkunni Kristie Smith með 1 höggi á Gray Bear Golf Course.

Meðal áhugamála hennar fyrir utan golfið er að vera á skíðum, fylgjast með fótbolta, íþróttir almennt,  verja tíma með vinum sínum og horfa á kvikmyndir.

4. Amelia Lewis

Amelia Lewis

Amelia Lewis fæddist 23. febrúar 1991 í Jacksonville, Flórída og er því 21 árs. Hún á því sama afmælisdag og Steve Stricker.  Amelia byrjaði að spila golf 10 ára og gerðist atvinnumaður í golfi 9 árum síðar, eða 1. apríl 2010.  Meðal áhugamála Amelíu er matseld, tónlist, lestur og bíblíugrúsk.

Hún segir Jesús og foreldra sína hafa haft mest áhrif á feril sinn. Hún var um stund í University of Florida, en hætti til að einbeita sér að golfferli sínum.

Sem áhugamaður var Lewis nr. 3 á heimslista áhugamanna. Hún sigraði í 52 mótum sem unglingur og áhugamaður. Hún vann m.a. North and South Women’s Amateur Championship árið 2009 og var í 2. sæti á Harder Hall Invitational, 2009.  Hún var þrívegis Florida All-First Coast Girl leikmaður ársins  (2006, 2007, 2008).

Sem atvinnumaður spilaði hún fyrst á LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Besti árangur hennar þar var 2. sæti á Alliance Bank Golf Classic. Árið 2011 var hún nýliði á LPGA Tour þar sem hún spilaði í 8 mótum og var besti árangurinn 29. sæti á RR Donnelley LPGA Founders Cup. Í ár hefir Amelia spilað á LET, en hún komst í gegnum Q-school 2011, þ.e. varð í 16. sæti.

Til þess að fræðast meira um Amelíu þá er vert að skoða heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: 

5. Hanna Kang

Hanna Kang

Hanna Kang er fædd 24. nóvember 1986 og er því 26 ára. Hún býr í Seúl, Suður-Kóreu. Hanna gerðist atvinnumaður í golfi árið 2004 (18 ára). Hún spilaði fyrst á kórönsku LPGA 2004 og 2005.  Síðan var hún m.a. á Symetra Tour árið 2011 þar sem besti árangur hennar var T-3 í the Island Resort Championship í Harris, Michigan.  Hún spilaði á 7 mótum bandaríska LPGA í ár og komst aðeins 1 sinni í gegnum niðurskurð. Það er vonandi að betur gangi á næsta keppnistímabili!