Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 07:00

Sólskinstúrinn: Scott Jamieson sigraði á Nelson Mandela Championship

Það var Skotinn Scott Jamieson, sem bar sigur úr býtum í Nelson Mandela Championship, sem var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska.

Þeir Jamieson og Jaco Zyl, frá Suður-Afríku, brutu blað í golfsögu Evrópumótaraðarinnar, en þeir komu báðir inn á lægsta skori í sögu mótaraðarinnar, 57 höggum á seinni degi mótsins, í gær.

Reyndar er þetta skor ekki alveg að marka, en það samsvarar 8 undir pari, sem sagt 62 höggum hefði völlurinn verið af „standard“ par-lengd þ.e. par 70.  Vegna mikilla rigninga var pari vallarins hins vegar breytt úr par-70 í par-65, þar sem sumir partar vallar Royal Durban golfklúbbsins í Suður-Afríku voru hreinlega óspilanlegir vegna vatnselgs.

Scott Jamieson varð í 1. sæti eftir bráðabana við þá Steve Webster frá Englandi og Edoardo de la Riva frá Spáni, en allir voru þeir á sama skori eftir báða hringi mótsins, en mótið var stytt í 36 holu mót.

Samtals voru þeir á 7 undir pari, 123 höggum; Jamieson (66 57); Webster (63 60) og  de la Riva (62 61).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru danski nýliðinn á Evrópumótaröðinni Morten Örum Madsen (60 64); Þjóðverjinn Maximilian Kiefer (62 62); Englendingurinn Matthew Nixon (63 61) og Tim Clark (60 64) frá Suður-Afríku.

 Til þess að sjá úrslitin í Nelson Mandela Championship SMELLIÐ HÉR: