Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 14:00

GO: Viðtal við Svavar Geir Svavarsson einn af 3 aðstandendum nýs golfhermis í Kauptúni

Þegar úti er veður vont og ekkert hægt að spila golf er gott að vita til þess að það er samt hægt að vera í golfi – þ.e. í golfhermi, þar sem boðið er upp á hringi á Carnoustie, Pebble Beach, Augusta National og allt í allt á 100 draumagolfvöllum. Það er tilvalið að halda golfsveiflunni við fyrir vorið 2013, sem nálgast óðum. Hér á eftir fer viðtal við Svavar Geir Svavarsson, GO, einn af 3 aðstandendum nýs golfhermis í Kauptúni: 1. Hvað eruð þið að bjóða upp á hér í Kauptúni, Svavar?  Golfklúbburinn Oddur er hér með stórgóða aðstöðu fyrir kylfinga. Við sem sjáum um þetta fyrir klúbbinn erum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson – 15. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 63 ára í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Dakota og Don voru saman á frumsýningu nýjustu kvikmyndar Don, „Django Unchained“ á þriðjudaginn s.l. 11. des í New York. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (41 árs);  Jane Park, 15. desember 1986 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 10:00

Rory McIlroy og Pádraig Harrington vilja Paul McGinley sem fyrirliða liðs Evrópu í Rydernum

Pádraig Harrington telur að forðast verði allan samanburð við útnefningu á fyrirliða Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum, Tom Watson og gera Paul McGinley sem fyrst að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2014, sem fram mun fara á Gleneagles  í Skotlandi fremur en að útnefna Darren Clarke. Líkt og Rory McIlroy og mikill meirihluti af kraftaverkaliði Evrópu í Ryder bikarnum 2012 í Medinah þá telur þrefaldur risamótssigurvegarinn (Harrington) landa sinn McGinley kjörinn til að takast á hendur Watson og vill að Clarke bíði til ársins 2016 með að leiða lið Evrópu í Hazeltine í Bandaríkjunum. S.l. fimmtudagskvöld tvítaði McIlroy að hann vildi einnig að McGinley yrði útnefndur fyrirliði. „Það skiptir engu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 09:00

Asíutúrinn: Daníel Chopra leiðir þegar Iskander Johor Open er hálfnað

Í Horizon Hills Golf & Country Club í Johor Bahru, Malasíu  fer fram dagana 13.-16. desember 2012 Iskander Johor Open. Það er sænsk-indverski kylfingurinn Daníel Chopra, sem tekið hefir forystu þegar Iskander Johor Open er hálfnað, en í gær var það Sergio Garcia sem leiddi eftir 1. dag. Chopra er búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (68 66) og hefir 1 höggs forystu á þá Antonio Lascuna frá Filipseyjum, SSW Chowrasia frá Indlandi og Unho Park frá Ástralíu. Sjötta sættinu deila síðan sex kylfingar sem allir spiluðu á 7 undir pari, 137 höggum en þ.á.m. er Sergio Garcia (68 69). Bandaríski kylfingurinn David Lipsky er líka á 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 08:00

Oakley fer í mál við Rory og Nike

Golffata- og aukabúnaðarframleiðandinn Oakley hefir kært Rory McIlroy og Nike, fyrir samningsbrot vegna þess að Rory skrifaði nú nýlega undir samning við Nike upp á 250 milljónir bandaríkjadala. Bandaríska fréttastofanESPN.com upplýsti í gærkvöldi að Oakley, sem er með starfsstöðvar í Kaliforníu og framleiðir aðallega golffatnað og gleraugu hafi höfðað mál í alríkisdómstólnum í Santa Ana, Kaliforníu á mánudaginn þar sem m.a. kemur fram að þegar fyrirtækið hafi reynt að nýta sér forgangsréttarákvæði sitt til samninga til þess að mæta tilboði Nike hafi McIlroy og umboðsmaður hans Conor Ridge hjá Horizon Sports Mangement hunsað beiðnina og þar með brotið samning milli Oakley og Rory. Á ESPN kom m.a. eftirfarandi fram: „Lykillinn að lausn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 07:00

Pizzagerðarmaðurinn Popovic leiðir fyrir lokahring Australian PGA

Það er ástralski kylfingurinn Daníel Popovic, sem er einn í forystu fyrir lokahring Australian PGA. Popovic hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur, landa sinn Anthony Brown. Popovic er búinn að leika á samtals 13 undir pari, 203 höggum (64 70 69). Það er ekki svo langt síðan að Popovic var að búa til pizzur hjá Pompeo’s í Doncaster East í Melbourne, Ástralíu. „Ég hef búið til pizzur í 5 ár og ég vann sem umferðarlögga í nokkra mánuði til þess að ná saman peningunum til þess að komast á Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010,“ sagði Popovic. Mamma Popovic, Mila grét eftir að sonur hennar náði að spila á 64 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 21:00

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (9/9) 14. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 20:30

Skíðakappi sprengdi næstum augað úr konu sinni í golfleik

Þeir sem fjárfest hafa í Golf á Íslandi, 800 bls. tveggja binda glæsilegu ritverki þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, sem út kom í tilefni 70 ára afmælis GSÍ hafa lesið í 1. kafla upprifjun á grein frá árinu 1931, sem birtist í Alþýðublaðinu: „Þar sagði frá fegurstu stúlkunni í bænum Methuen í Bandaríkjunum, sem hét J. Evart Hill og átti mikinn fjölda af aðdáendum og biðlum. Dag einn fór hún í golfleik með einum af áköfustu biðlum sínum.   Segir svo í grein Alþýðublaðsins frá því fyrir 80 árum: „Allt í einu sló hann kúluna í 20 m fjarlægð frá stúlkunni, en kúlan settist í annað auga hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 18:55

Evrópa leiðir í Royal Trophy

Lið Evrópu og Asíu hófu í dag keppni um Royal Trophy  í Brunei. Eftir daginn leiðir lið Evrópu með 3 1/2 vinning gegn 1/2 vinningi liðs Asíu. Stjörnur dagsins voru sænski kylfingurinn Henrik Stenson og Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño, sem voru 8 undir pari og unnu Ryo Ishikawa frá Japan og Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu 5 & 4. Ítölsku bræðurnir Edoardo og Francesco Molinari unnu leik sinn gegn  Ashun Wu frá Kína og Yoshinori Fujimoto frá Japan 2 & 1, og Þjóðverjinn Marcel Siem og Belginn Nicolas Colsaerts báru sigurorð af Indverjanum Jeev Milkha Singh og Kiradech Aphibarnrat  frá Thailandi á lokaflötinni. Svo virtist sem um algert burst væri að ræða þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2012 | 18:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Chris Lloyd (12. grein af 28)

Næstir í röðinni af þeim sem kynntir verða hér eru þeir 4 eða réttara sagt 3 sem urðu í 16. sæti í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona, á Spáni  24. -29. nóvember 2012. Einn af þeim sem varð í 16. sæti hefir þegar verið kynntur þ.e. Daninn Morten Örum Madsen sem náði þeim frábæra árangri að verða T-4 á 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni 3 dögum eftir að hann lauk keppni í Q-school, þ.e. á Nelson Mandela Championship í Suður-Afríku. Hinir 3 sem urðu í 16. sæti í Q-school voru Chris Lloyd, Michael Jonzon og David Higgins. Búið er að kynna sænska kylfinginn Michael Jonzon og í kvöld verður Englendingurinn Chris Lesa meira