Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Taylore Karle (9. grein af 27)
Taylore Karle fæddist 26. júní 1990 í Plano, Texas og er því 22 ára. Hún er dóttir Richard og Tonnie Karle og á eldri bróður, Austyn, sem var eins og systir hans 4 ár í golfliði Pepperdine University. Taylore er frábær klassískur píanisti og meðal áhugamála hennar eru píanóið, að lesa og ljósmyndun. Uppáhaldsgolfvöllur hennar er North Berwick í Skotlandi. Uppáhaldsbækurnar eru biblían og Twilight series. Uppáhaldskvikmyndirnar eru Cinderella Man og Driven. Uppáhaldssjónvarpsþættirnir eru Seinfeld og True Blood. Uppáhaldstónlistarmenn eru: Sting, Colbie Caillat og Queen. Uppáhaldsíþrótt önnur en golf er hokkí. Það sem henni finnst best við golfið er að „það reynir á alla þætti þína eins og karakter og hegðun Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Davíð Riordan – 14. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Davíð Riordan. Ragnar Davíð er fæddur 14. desember 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Ragnar er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hann á fast sæti í sveit GVS í sveitakeppni GSÍ. Meðal afreka Ragnar Davíðs á golfsviðinu mætti nefna að hann varð klúbbmeistari GVS 2010. Eins spilaði Ragnar Davíð á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár og sigraði síðan í Skálamótinu á Húsatófta- velli 31. maí í sumar; var á 43 punktum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ragnar Davíð Riordan (30 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón G. Daníelsson (Klúbbmeistari Lesa meira
Tom Watson vill Tiger Woods í Ryder Cup lið Bandaríkjamanna 2014
Eitthvert verst geymda leyndarmál golfsins síðustu 3 daga var að Tom Watson myndi verða fyrirliði liðs Bandaríkjamanna í Ryder Cup 2014, sem síðan kom á daginn. Þegar Ryder Cup fer fram 2014 í Gleneagles, í Skotlandi verður hinn fimmfaldi risamótssigurvegari Watson 65 ára, elstur í golfsögu Bandaríkjanna til þess að gegna stöðu fyrirliða í Ryder Cup. Hann hefir áður gegnt stöðu fyrirliða, síðast þegar Ryder Cup lið Bandaríkjanna vann útisigur, þ.e. á The Belfry 1993. „Ég hef beðið eftir þessu í næstum 20 ár,“ viðurkenndi Watson í gær. „Ég vildi alltaf verða fyrirliði aftur og ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri.“ Þá þegar eftir að tilkynnt var um val Lesa meira
Sólskinstúrinn: Charl Schwartzel 1 höggi á eftir Bourdy á Alfred Dunhill Championship – hápunktar 1. dags – myndskeið
Í gær hófst Alfred Dunhill Championship, sem fram fer dagana 13.-16. desember á Leopard Creek golfvellinum í Malelane, í Suður-Afríku. Mótið er samtarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins, suður-afríska. Það er Frakkinn Grégory Bourdy sem tók forystuna í gær; kom í hús á 6 undir pari, 66 glæsihöggum og skilaði „hreinu“ skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum. Aðeins 1 höggi á eftir er Charl Schwartzel, sem átti líklega glæsilegasta högg gærdagsins, setti niður fyrir fugli beint úr glompu á 12. braut. Schwartzel kom í hús á 67 höggum og skilaði líka hreinu skorkorti, fékk bara 1 fuglinum minna en Bourdy. Schwartzel deilir 2. sætinu eftir 1.dag með landa sínum Darren Fichardt Lesa meira
NGA: Ólafur Björn varð í 21. sæti í Flórída
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í 7. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series, sem stóð dagana 11.-13. desember 2012 og fór fram á Disney – Lake Buena Vista golfvellinum. Mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 113 og fóru aðeins 42 í gegnum niðurskurð og var Ólafur Björn einn þeirra. Ólafur Björn lék samtals á 7 undir pari, 209 höggum í mótinu (69 71 69) og hafnaði í 21. sæti, sem hann deildi með 4 kylfingum. Fyrir 21. sætið hlýtur Ólafur Björn $ 1.037 sem er u.þ.b. 130.000 íslenskar krónur. Lokahringinn spilaði Ólafur á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum, fékk 4 fugla 13 pör og 1 skolla. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (8/9) 13. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Finnbogi Steingrímsson og Rickie Fowler – 13. desember 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 11 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GKJ, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og því 24 ára í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni í ár, þ.e. 6. maí s.l. þegar hann sigraði þá DA Points og Rory McIlroy í umspili á Wells Fargo Championship. Annars er Fowler frægur fyrir að vera í Golf Boyz bandinu, sem átti gríðarlega vinsælt lag Oh, Oh, Oh, sem Lesa meira
Tom Watson er fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjamanna 2014
Ted Bishop forseti Professional Golfers’ Association of America tilkynnti nú fyrir skemmstu hver hefði orðið fyrir valinu sem fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins en það er Tom Watson. Það var gert kl. 8:30 á Austurstrandartíma í NY (kl. 13:30 að íslenskum tíma) í morgunþættinum vinsæla „Today Show“, sem mikill meirihluti Bandaríkjamanna horfir á. Tveimur tímum síðar verður blaðamannafundur PGA of America í Empire State háhýsinu heimsfræga. Tom Watson er 63 ára; fæddur 4. september 1949. Watson verður 65 ára þegar Ryder Cup keppnin fer fram á Gleneagles 2014 og verður þar með elsti fyrirliði í sögu Bandaríkjanna. Sam Snead var 57 ára þegar hann var fyrirliði árið 1969. Watson hefir Lesa meira
LPGA: Colleen Walker deyr 56 ára
Colleen Walker, fyrrum leikmaður á LPGA mótaröðinni, sem vann 9 sinnum á 23 ára ferli sínum dó í fyrradag, þ.e. seinni part þriðjudags í Valríco, Flórída. Hún var 56 ára og banamein hennar var krabbamein. Walker greindist með brjóstakrabbamein í janúar 2003 og sneri aftur á Túrinn í september. Talið var að Walker hefði unnið bug á meinsemdinni, en á síðasta ári kom í ljós að krabbameinið hafði tekið sig upp á ný og dreift sig í mjaðmir hennar og breiðst víðar um líkamann. Walker spilaði á LPGA Tour á árunum 1982-2004. Hennar stjörnustundir voru árið 1992 (þ.e. fyrir 20 árum) þegar hún vann 3 sinnum og síðan vann hún Lesa meira
Ef Watson verður útnefndur næsti fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjamanna væri PGA að gefa út yfirlýsingu
Hér fer í lauslegri þýðingu ágætis grein Tim Rosaforte hjá Golf Digest: „Eina gagnrýnin sem ég heyri um Bandaríkjamenn í Ryder Cup er að of mikið sé af fyrirskipunum fyrirliðans, of mikið af liðinu sé valið af nefndum. Ég heyri líka á PGA of America og nýi forsetinn þeirra Ted Bishop vilji hrista upp í hlutunum. Og hvað er betra þá en að gera Tom Watson að fyrirliða, en heimildir Rosaforte segja að það verði einmitt það sem verði tilkynnt nú í dag þ.e. að Watson sé nýi fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjamanna. Watson sagði á the Australian Open að það myndi vera „svalt“ og „mikill heiður“ að fá að Lesa meira









