
Oakley fer í mál við Rory og Nike
Golffata- og aukabúnaðarframleiðandinn Oakley hefir kært Rory McIlroy og Nike, fyrir samningsbrot vegna þess að Rory skrifaði nú nýlega undir samning við Nike upp á 250 milljónir bandaríkjadala.
Bandaríska fréttastofanESPN.com upplýsti í gærkvöldi að Oakley, sem er með starfsstöðvar í Kaliforníu og framleiðir aðallega golffatnað og gleraugu hafi höfðað mál í alríkisdómstólnum í Santa Ana, Kaliforníu á mánudaginn þar sem m.a. kemur fram að þegar fyrirtækið hafi reynt að nýta sér forgangsréttarákvæði sitt til samninga til þess að mæta tilboði Nike hafi McIlroy og umboðsmaður hans Conor Ridge hjá Horizon Sports Mangement hunsað beiðnina og þar með brotið samning milli Oakley og Rory.
Á ESPN kom m.a. eftirfarandi fram: „Lykillinn að lausn deilunnar er röð tölvupósta milli Oakley og umboðsmanns Rory, Ridge sem hófust s.l. september. Seint að laugardagskvöldi 29. september þegar viðræður vegna endurnýjunnar Oakley samningsins virtust fara út um þúfur, þá sendi yfirmaður hjá Oakley, Pat McIlvain tölvupóst til Ridge þar sem sagði: „Skilið. Við erum ekki meðal þeirra sem koma til greina. Enginn samningur 2013. Pat Mac.“
Með vísun til McIlvain tölvupóstsins sagði Horizon Sports Management við ESPN.com að „McIlroy hefði fullnægt öllum skyldum sínum við Oakely, og að kröfurnar í málinu væru ógrundaðar.“ Jafnframt myndi því verða haldið fram að tölvupóstur McIlvain hafi verið samþykki fyrirtækisins að það hyggðist ekki endurnýja samning sinn við McIlroy.
Oakley heldur því hins vegar fram að lið umboðs- og lögmanna McIlroy hafi síðan haldið áfram að semja við Oakley, m.a. gefið Oakley upp fjárhæðina sem Oakley þyrfti að reiða fram hyggðist það jafna tilboði Nike.
Skv. ESPN, var það ekki fyrr en 23. október sem lögmaður McIlroy sagði Oakley að umbjóðandi sinn (Rory) „myndi ekki halda áfram sambandinu við Oakley fram yfir 31. desember“ og að þeir myndu ekki „halda áfram bréfasamskiptum varðandi forgangsrétt Oakley.“
Heimild: The Irish Examiner
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore