Pizzagerðarmaðurinn Popovic leiðir fyrir lokahring Australian PGA
Það er ástralski kylfingurinn Daníel Popovic, sem er einn í forystu fyrir lokahring Australian PGA.
Popovic hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur, landa sinn Anthony Brown. Popovic er búinn að leika á samtals 13 undir pari, 203 höggum (64 70 69).
Það er ekki svo langt síðan að Popovic var að búa til pizzur hjá Pompeo’s í Doncaster East í Melbourne, Ástralíu.
„Ég hef búið til pizzur í 5 ár og ég vann sem umferðarlögga í nokkra mánuði til þess að ná saman peningunum til þess að komast á Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010,“ sagði Popovic.
Mamma Popovic, Mila grét eftir að sonur hennar náði að spila á 64 á fyrsta hrignum og hún var of taugaóstyrk til þess að horfa á framhaldið í sjónvarpinu. Pabbi Popovic, Radi, var á spítala til þess að láta draga sér blóð til krabbameinsrannsókna og missti líka af 1. hring sonarins. Hann er svo flughræddur að hann getur ekki horft á son sinn spila á Coolum golfvellinum, þar sem mótið fer fram.
Ástralskir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr pizzastarfi Popovic m.a. var fyrirsögn ástralska blaðsins Herald Sun: „Pizza man Daniel Popovic dreams of big dough at Australian PGA“ (sem útleggst eitthvað á þessa leið á okkar ylhýra: Pizzamaðurinn Daníel Popovic dreymir um stóra deigið (þ.e. mikla peninga) á ástralska PGA).
Brown hins vegar er á 11 undir pari, 205 höggum (73 68 64), spilar sífellt betur og átti m.a. glæsihring upp á 64 fyrr í morgun.
Þriðja sætinu deila sigurvegari Australian Open í ár Peter Senior og Matthew Griffin, eru 3 höggum á eftir Popovic.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Australian PGA SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023