Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 10:00

Rory McIlroy og Pádraig Harrington vilja Paul McGinley sem fyrirliða liðs Evrópu í Rydernum

Pádraig Harrington telur að forðast verði allan samanburð við útnefningu á fyrirliða Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum, Tom Watson og gera Paul McGinley sem fyrst að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2014, sem fram mun fara á Gleneagles  í Skotlandi fremur en að útnefna Darren Clarke.

Líkt og Rory McIlroy og mikill meirihluti af kraftaverkaliði Evrópu í Ryder bikarnum 2012 í Medinah þá telur þrefaldur risamótssigurvegarinn (Harrington) landa sinn McGinley kjörinn til að takast á hendur Watson og vill að Clarke bíði til ársins 2016 með að leiða lið Evrópu í Hazeltine í Bandaríkjunum.

S.l. fimmtudagskvöld tvítaði McIlroy að hann vildi einnig að McGinley yrði útnefndur fyrirliði.

„Það skiptir engu hverjum McGinley mætir, hann er þeirrar gerðar að hann einbeitir sér að vinnu sinni og sér til þess að farið hafi verið yfir alla þætti. Skoðun mín er sú að valið milli fyrirliða liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2014 standi milli Paul og Darren.

Persónulega myndi ég vilja sjá Paul sem fyrirliða og Darren þar næst í Bandaríkjunum 2016. Ef hægt væri að ganga frá fyrirliðakjöri í röð myndi Paul vera maðurinn í verkið 2014, Darren myndi vera kjörinn fyrirliði í Bandaríkjunum og síðan höfum við Thomas Björn sem fyrirliða 2018 í Frakklandi.

Allir myndu þeir vera frábærir fyrirliðar, þó nálgun þeirra myndi verða gjörólík.“

Heimild: The Irish Examiner