
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Chris Lloyd (12. grein af 28)
Næstir í röðinni af þeim sem kynntir verða hér eru þeir 4 eða réttara sagt 3 sem urðu í 16. sæti í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona, á Spáni 24. -29. nóvember 2012. Einn af þeim sem varð í 16. sæti hefir þegar verið kynntur þ.e. Daninn Morten Örum Madsen sem náði þeim frábæra árangri að verða T-4 á 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni 3 dögum eftir að hann lauk keppni í Q-school, þ.e. á Nelson Mandela Championship í Suður-Afríku.
Hinir 3 sem urðu í 16. sæti í Q-school voru Chris Lloyd, Michael Jonzon og David Higgins.
Búið er að kynna sænska kylfinginn Michael Jonzon og í kvöld verður Englendingurinn Chris Lloyd kynntur.
Chris Lloyd fæddist 6. febrúar 1992 í Bristol, Englandi og varð því 20 ára á árinu. Það var afi hans, sem kynnti hann fyrir golfinu „í raun áður en ég gat gengið“ eins og Chris segir. Síðan tók pabbi hans við að þjálfa hann. Heima í Englandi er Chris í Kendleshire golfklúbbnum. Chris var m.a. í Junior Ryder Cup liði Evrópu og spilaði í liði Bretlands&Írlands í Jacques Leglise Trophy 2009.
Chris gerðist atvinnumaður fyrir 2 árum, þ.e. 2010, aðeins 18 ára. Hann spilaði í fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni nú fyrir skemmstu þ.e. Nelson Mandela Championship í Suður-Afríku og náði þeim glæsilega árangri að verða T-39 og vinna sér inn € 4.200 (u.þ.b. 700.000 íslenskar krónur). Hann er sem stendur nr. 400 á heimslistanum.
Chris tók fyrst þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010 og 2011, en komst fyrst í gegn í þriðja skiptið þ.e. nú á þessu ári. Í millitíðinni er hann búinn að safna reynslu á Áskorendamótaröð Evrópu þar sem hann komst nálægt fyrsta sigri sínum 2011 á Mugello Tuscany Open og eins í ár, 2012 á Pacific Rubiales Colombia Classic. Það munaði aðeins örlitlu í bæði skiptin að hann kæmist á Evrópumótaröðina í gengum peningalista Áskorendamótaraðarinnar.
Á lokaúrtökumótinu í ár kom hann inn á lægsta skorinu á lokahringnum, 67 höggum lauk keppni með 3 fuglum í röð, náði 16. sætinu og spilar því á Evrópumótaröðinni í ár!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024