
Lið Asíu sigraði í Royal Trophy
Lið Asíu vann 2. sigur sinn í Royal Trophy en liðið hefir aðeins unnið 1 sinni, 2009 meðan lið Evrópu hefir sigrað 4 sinnum.
Eftir að hafa verið undir 3 1/2 gegn 1/2 vinningi á föstudeginum var lið Asíu í mikilli sókn í gær og náði í 3 vinninga á móti 1 vinningi Evrópu.
Staðan sem sagt 4 1/2 – 3 1/2 fyrir 8 tvímenningsleiki dagsins í dag, Evrópu í vil.
José Maria Olázabal fyrirliði Evrópu varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla í hálsvöðva þannig að ákveðið var fyrirhugaður leikur hans við Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu skyldi falla á jöfnu.
Fyrirliði liðs Asíu, Joe Ozaki var búinn að sjá þetta fyrir og ákvað að ef einhver í liði Evrópu spilaði ekki myndi Kiradech Aphibarnrat sitja hjá og Bae spila. Bae tapaði síðan fyrir Colsaerts 1&o.
Indverjinn Jeev Milkha Singh sigraði í sínum leik gegn Miguel Angel Jimenez; en Henrik Stenson svaraði með því að sigra Ryo Ishikawa 1&0. KT Kim og Gonzalo-Castaño skyldu jafnir, sem og Wu og Edoardo Molinari. Japaninn Yoshinori Fujimoto sigraði Þjóðverjann Marcel Siem 1&0 og YE Yang sigraði Francesco Molinari 2&1.
Lið Asíu knúði því fram umspil við lið Evrópu, því allt var í járnum eftir tvímenninginn; staðan 4 1/2 – 3 1/2 eftir tvímenningsleiki 3. dags og staðan 8-8 í heildina tekið. Það þurfti því að fara fram bráðabani.
Þar voru það KT Kim og YE Yang sem sigruðu þá Francesco Molinari og Nicolas Colsaerts í bráðabananum, þegar Kim setti niður 2,5 metra pútt á 1. holu bráðabanans. Colsaerts hins vegar missti af 1,5 metra pútt sitt.
Það var því lið Asíu sem vann Royal Trophy í ár!
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023