
Lið Asíu sigraði í Royal Trophy
Lið Asíu vann 2. sigur sinn í Royal Trophy en liðið hefir aðeins unnið 1 sinni, 2009 meðan lið Evrópu hefir sigrað 4 sinnum.
Eftir að hafa verið undir 3 1/2 gegn 1/2 vinningi á föstudeginum var lið Asíu í mikilli sókn í gær og náði í 3 vinninga á móti 1 vinningi Evrópu.
Staðan sem sagt 4 1/2 – 3 1/2 fyrir 8 tvímenningsleiki dagsins í dag, Evrópu í vil.
José Maria Olázabal fyrirliði Evrópu varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla í hálsvöðva þannig að ákveðið var fyrirhugaður leikur hans við Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu skyldi falla á jöfnu.
Fyrirliði liðs Asíu, Joe Ozaki var búinn að sjá þetta fyrir og ákvað að ef einhver í liði Evrópu spilaði ekki myndi Kiradech Aphibarnrat sitja hjá og Bae spila. Bae tapaði síðan fyrir Colsaerts 1&o.
Indverjinn Jeev Milkha Singh sigraði í sínum leik gegn Miguel Angel Jimenez; en Henrik Stenson svaraði með því að sigra Ryo Ishikawa 1&0. KT Kim og Gonzalo-Castaño skyldu jafnir, sem og Wu og Edoardo Molinari. Japaninn Yoshinori Fujimoto sigraði Þjóðverjann Marcel Siem 1&0 og YE Yang sigraði Francesco Molinari 2&1.
Lið Asíu knúði því fram umspil við lið Evrópu, því allt var í járnum eftir tvímenninginn; staðan 4 1/2 – 3 1/2 eftir tvímenningsleiki 3. dags og staðan 8-8 í heildina tekið. Það þurfti því að fara fram bráðabani.
Þar voru það KT Kim og YE Yang sem sigruðu þá Francesco Molinari og Nicolas Colsaerts í bráðabananum, þegar Kim setti niður 2,5 metra pútt á 1. holu bráðabanans. Colsaerts hins vegar missti af 1,5 metra pútt sitt.
Það var því lið Asíu sem vann Royal Trophy í ár!
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC