Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 10:30

Lið Asíu sigraði í Royal Trophy

Lið Asíu vann 2. sigur sinn í Royal Trophy en liðið hefir aðeins unnið 1 sinni, 2009 meðan lið Evrópu hefir sigrað 4 sinnum.

Eftir að hafa verið undir 3 1/2 gegn 1/2 vinningi á föstudeginum var lið Asíu í mikilli sókn í gær og náði í 3 vinninga á móti 1 vinningi Evrópu.

Staðan sem sagt 4 1/2 – 3 1/2 fyrir 8 tvímenningsleiki dagsins í dag, Evrópu í vil.

José Maria Olázabal fyrirliði Evrópu varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla í hálsvöðva þannig að ákveðið var fyrirhugaður leikur hans við Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu skyldi falla á jöfnu.

Fyrirliði liðs Asíu, Joe Ozaki var búinn að sjá þetta fyrir og ákvað að ef einhver í liði Evrópu spilaði ekki myndi Kiradech Aphibarnrat sitja hjá og Bae spila. Bae tapaði síðan fyrir Colsaerts 1&o.

Indverjinn Jeev Milkha Singh sigraði í sínum leik gegn Miguel Angel Jimenez; en Henrik Stenson svaraði með því að sigra Ryo Ishikawa 1&0. KT Kim og Gonzalo-Castaño skyldu jafnir, sem og Wu og Edoardo Molinari.  Japaninn Yoshinori Fujimoto sigraði Þjóðverjann Marcel Siem 1&0 og YE Yang sigraði Francesco Molinari 2&1.

Lið Asíu knúði því fram umspil við lið Evrópu, því allt var í járnum eftir tvímenninginn; staðan 4 1/2 – 3 1/2  eftir tvímenningsleiki 3. dags og staðan 8-8 í heildina tekið.  Það þurfti því að fara fram bráðabani.

Þar voru það KT Kim og YE Yang sem sigruðu þá Francesco Molinari og Nicolas Colsaerts í bráðabananum, þegar Kim setti niður 2,5 metra pútt á 1. holu bráðabanans. Colsaerts hins vegar missti af 1,5 metra pútt  sitt.

Það var því lið Asíu sem vann Royal Trophy í ár!